Eskivatn

Vestan Langavatns er Eskivatn sem er 0,11km2 að flatarmáli og verður því vart talið til stærstu vatna á svæðinu. Í vatninu veiðist nær eingöngu bleikja og hún er heldur smá, meira að segja á mælikvarða ofsetinna bleikjuvatna.

Til vatnsins rennur úr Langavatni um Langavatnskvísl og frá því til Kvíslarvatns um Eskivatnskvísl. Þar sem Eskivatnskjaftur mætir Kvíslarvatni er þekkt vað sem mörgum hefur orðið hált á að keyra of hratt yfir. Þó vaðið láti ekki mikið yfir sér, þá ber að fara yfir það með varúð og kann ég nokkrar sögur af eðalkerrum sem hafa þurft að láta í minnipokann þegar sullast hefur inn á vélar í vaðinu.

Tenglar

Flugur

Black Zulu
Higa’s SOS
Pheasant Tail
Pheasant
Peacock
Watson’s Fancy

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com