Nýrað

Nýrað er systurvatn Rauðagígs og oftar en ekki er samgangur á milli þeirra. Eins og annars staðar í Hraunvötnum er þar aðeins urriði sem reglulega er sleppt í vatnið. Eitthvað hefur það orð legið á Nýranu að þar sé ekki eins stór fiskur og finnst í Rauðagíg, en ég sel þær fullyrðingar ekki dýran en ég keypti þær.

Aðgengi að vatninu er mjög gott frá slóðanum sem liggur með Stóra Hraunvatni inn að Skeifu. Merktir veiðistaðir eru nokkrir, en ekkert sem segir að ekki sé reynandi á öðrum stöðum við vatnið. Sveiflur í vatnshæð á þessum slóðum eru nokkrar og því liggur vatn oft á tíðum yfir hraunflákanum sem aðskilur vatnið frá Rauðagíg og sunnan Nýrans í átt að Hellavatni. Oft hef ég séð töluvert líf þar sem liggur yfir grónu hrauni þarna og því ætti að vera vel þess virði að kanna þær slóðir þegar hátt stendur í.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Gullbrá
Brúnn og kopar
Gullið
Silfruð og orange
Nobbler (olive)
Nobbler (rauður)
Nobbler (orange)
Nobbler (svartur)
Nobbler (hvítur)
Damsel (græn)

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com