
Litla Breiðavatn
Litla Breiðavatn er rétt austan Breiðavatns, beint suður af Kvíslarvatnsgíg. Vatnið er eitt þeirra vatna í Veiðivötnum sem getur fengið hvern veiðimann til að staldra við, þó ekki væri nema til að dást að fegurð þess og umhverfi.
Í vatninu er eingöngu urriði, oft mjög vænn en mörgum veiðimanninum hefur reynst erfitt að fá hann til liðs við sig. Nokkrir þekktir veiðistaðir eru við vatnið en margir þeirra eru ekkert sérstaklega auðveldir í umgengni því háir hraundrangar, óstöðugt grjót og litlar grynningar eru við vatnið, nema þá helst í norðurenda þess.
Tenglar
Flugur
Myndir
