Eins og glöggir veiðimenn hafa tekið eftir, þá brást Veiðikortið ekki væntingum og kom út fyrir síðustu jól. Ef að líkum lætur þá eru flestir búnir að blaða í gegnum veglegan bækling kortsins og kynna sér þær breytingar sem hafa orðið frá fyrra ári.

Nýtt vatn á kortinu er Hreðavatn í Norðurárdal ásamt Hólmavatni og Laxárvatni í Dölum sem koma nú aftur inn á kortið eftir smá fjarveru. Meðalfellsvatn í Kjós sem kom aftur inn á kortið s.l. sumar eftir örstutta fjarveru er nú formlega komið aftur inn, eflaust mörgum til ánægju. Verði kortsins er að venju stillt í hóf og kostar það aðeins 7.900,- kr. sem gera 232,35 kr. á vatn sé farið í öll 34 vötnin sem bjóðast, þó ekki nema einu sinni hvert þeirra.
Þau vötn sem hverfa (enn og aftur) af kortinu eru vötnin í Svínadal en þar að auki hverfur Hítarvatn nú af kortinu eftir að hafa verið með frá upphafi.
Upplýsingar um mörg þeirra vatna sem eru á kortinu má einnig finna hér á síðunni:
Upplýsingar um öll vötnin á Veiðikortinu má finna á heimasíðu kortsins og í bæklingi þess sem aðgengilegur er á netinu og auðvitað einnig hér á síðunni með öðrum merkum vefritum.
Senda ábendingu