Flýtileiðir

Veiðikortið 2019

Eins og glöggir veiðimenn hafa tekið eftir, þá brást Veiðikortið ekki væntingum og kom út fyrir síðustu jól. Ef að líkum lætur þá eru flestir búnir að blaða í gegnum veglegan bækling kortsins og kynna sér þær breytingar sem hafa orðið frá fyrra ári.

Veiðikortið 2019

Nýtt vatn á kortinu er Hreðavatn í Norðurárdal ásamt Hólmavatni og Laxárvatni í Dölum sem koma nú aftur inn á kortið eftir smá fjarveru. Meðalfellsvatn í Kjós sem kom aftur inn á kortið s.l. sumar eftir örstutta fjarveru er nú formlega komið aftur inn, eflaust mörgum til ánægju. Verði kortsins er að venju stillt í hóf og kostar það aðeins 7.900,- kr. sem gera 232,35 kr. á vatn sé farið í öll 34 vötnin sem bjóðast, þó ekki nema einu sinni hvert þeirra.

Þau vötn sem hverfa (enn og aftur) af kortinu eru vötnin í Svínadal en þar að auki hverfur Hítarvatn nú af kortinu eftir að hafa verið með frá upphafi.

Upplýsingar um mörg þeirra vatna sem eru á kortinu má einnig finna hér á síðunni:

 

Upplýsingar um öll vötnin á Veiðikortinu má finna á heimasíðu kortsins og í bæklingi þess sem aðgengilegur er á netinu og auðvitað einnig hér á síðunni með öðrum merkum vefritum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com