Smellið á kort fyrir fulla upplausn

Talandi um vatn í nágrenni höfuðborgarinnar, eða eins og einhver kallaði það; Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Kemur snemma til á vorin, tiltölulega grunnt og hlýnar því vel en getur orðið leiðinlegt þegar líður á sumarið vegna gróðurs sem þá stingur sér upp víðast hvar í vatninu.

Fínt vatn til að rétta úr köstunum eftir veturinn, undirbúa sumarið með ágætri von um fisk. Helst gefur undir hlíðinni að sunnan og út að bryggjunni að vestan snemma vors og sumar. Vatnið er tiltölulega grunnt og víða hægt að vaða töluvert langt út í það.

Síðla sumars þegar bleikja fer að huga að hryggningu er vel þess verst að leita hennar við austurenda vatnsins þar sem uppsprettur eru í vatninu. Oft er hægt að sjá hana þar í bunkum og gaman að eiga við hana.

TENGLAR


FLUGUR


Killer – Rauður: Apríl,Maí,Júní
Killer – Svartur: Apríl,Maí,Júní
Toppflugan
Nobbler – Svartur: Maí
Nobbler – Hvítur: Apríl,Maí
Héraeyra – Maí,Júní,Júlí
Mobuto (með orange kraga) #14
Nobbler – Orange #10: Apríl
Pheasant Tail: Apríl,Maí,Júní,Júlí
Peacock: Maí, Júní, Júlí
Rafmagnsflugan – Maí
Blóðormur

ÖNNUR VÖTN