Það er ekki einleikið hve bloggfærslur geta haft áhrif á mann. Eiður Valdemarsson kvittaði fyrir flottri veiði í Vífilsstaðavatni á veidi.is og svo toppaði nafni hans Kristjánsson fyrir morgunveiði í sama vatni á blogginu sínu VeiðiEiður. Svo vildi til að við hjónin vorum upptekin langt fram eftir degi í gær og því var það með seinni skipunum sem við komumst af stað, en fórum þó í Vífilsstaðavatnið.
Eitthvað hafði nú dregið úr veiðinni, en við mættum þó einum við komuna sem var með mjög fína bleikju í neti og það dró auðvitað ekki úr væntingum okkar. En, eftir þetta kvöld er nú brúnin heldur farin að þyngjast á mér. Ég varð ekki var við fisk og svo var um fleiri, í það minnsta þar til við hjónin drifum okkur heim.
P.S. Eina sem ég hafði upp úr krafsinu, eitt skiptið enn, er að stígvélin á neoprene vöðlunum mínum fóru að leka. Ég gengst héðan í frá við því að vera ‘vöðluböðull’. Eitthvað hlýtur þetta að vera bundið við mig, þriðju vöðlurnar á örfáum árum. Annars sér ekki á stígvélunum, þau einfaldlega brotna á álagssvæðum eða jörkum.
Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | 8 |
Ummæli
13.05.2013 – Þórunn: En maður lifandi hvað köstin eru að verða flott!
