Vífilsstaðavatn 11.maí

Það er ekki einleikið hve bloggfærslur geta haft áhrif á mann. Eiður Valdemarsson kvittaði fyrir flottri veiði í Vífilsstaðavatni á veidi.is og svo toppaði nafni hans Kristjánsson fyrir morgunveiði í sama vatni á blogginu sínu VeiðiEiður. Svo vildi til að við hjónin vorum upptekin langt fram eftir degi í gær og því var það með seinni skipunum sem við  komumst af stað, en fórum þó í Vífilsstaðavatnið.

Eitthvað hafði nú dregið úr veiðinni, en við mættum þó einum við komuna sem var með mjög fína bleikju í neti og það dró auðvitað ekki úr væntingum okkar. En, eftir þetta kvöld er nú brúnin heldur farin að þyngjast á mér. Ég varð ekki var við fisk og svo var um fleiri, í það minnsta þar til við hjónin drifum okkur heim.

P.S. Eina sem ég hafði upp úr krafsinu, eitt skiptið enn, er að stígvélin á neoprene vöðlunum mínum fóru að leka. Ég gengst héðan í frá við því að vera ‘vöðluböðull’. Eitthvað hlýtur þetta að vera bundið við mig, þriðju vöðlurnar á örfáum árum. Annars sér ekki á stígvélunum, þau einfaldlega brotna á álagssvæðum eða jörkum.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 8

Ummæli

13.05.2013 – ÞórunnEn maður lifandi hvað köstin eru að verða flott! :)

Vífilsstaðavatn að vori - 2012
Vífilsstaðavatn að vori – 2012

Vífó, 20.apríl

Ósköp lítið um þessa ferð að segja, vatnið ennþá mjög kalt og afkaplega lítið líf komið af stað. Vorum sunnan megin í vatninu, tókum bakkann frá útfalli og næstum inn að læk í nokkrum áföngum. Heldur bjart yfir og tók fljótlega að anda köldu að vestan þannig að veiðimenn stoppuðu stutt.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 – 2 1  4  2

Vífó, 9.apríl

Smelltu fyrir stærri mynd

Það er spurning hvort maður viljið nokkuð viðurkenna þessa ferð sem veiðiferð, kannski var þetta bara kastæfing. Annars skartaði vatnið sínu fegursta rétt fyrir hádegið í dag, nokkrir veiðimenn á stjái en lítið um fisk. Lofthiti var í lægra lagi, vindur nokkur á köflum og vatnið hreinlega skítkalt. Við hjónin komum okkur fyrir undir bökkunum að norðan og þreifuðum fyrir okkur frá miðju vatni og austur eftir. Lítið líf, sá til tveggja fiska sem héldu sig nokkuð djúpt, ef það er þá hægt að tala um dýpi í Vífó.  Svolítið af flugu komin á stjá, en vatnið mjög kalt og því kaldara sem utar og nær suðurbakkanum dró. Af þeim veiðimönnum sem við tókum tali hafði enginn orðið varð, hvorki að sunnan, austan né norðan, en einhverjar fregnir voru af tveimur bleikjum sem komu á lang snemma í morgun. Jæja, það gengur bara betur næst.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 – 2 1  3  1

Ummæli

12.04.2012 – Veiði #1:  Sæll, mig langar bara að hrosa þer fyrir þessa frabæru siðu, eg dett her inn a hverjum degi. Þetta er sennilega eina siðan a islandi sem segir fra veiði i votnum. Og er froðleikurinn sem kemur her inn alveg frabær.  Takk fyrir mig og haltu afram að gera goða hluti.

Svar:  Takk fyrir þetta. Ég væru auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að mér þætti hrósið gott. Og, jú, ég reyni að halda áfram eins lengi og mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa

Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið,

Kristján

Vífó, 23.apríl

Það bara hlýtur að vera eitthvað að flugnavalinu hjá mér. Skrapp í Vífó og barði vatnið í ekkert of góðu veðri frá um 10 – 12 í morgun og varð ekki var. Að vísu var vatnið töluvert gruggugt vegna vinds og ekki var nú hitanum fyrir að fara, en næstu menn urðu þó í það minnsta varir við fisk. Og jæja, það gengur bara betur næst.

Vífó, 3.apríl

Aðeins meiri kastæfingar um og eftir hádegi í Vífilsstaðarvatni. Nokkrir í svipuðum erindagjörðum þegar mig bar að, en þeim fækkaði fljótlega. Vorum aðeins tveir eftir um kl.14 en þá dreif að nokkurn mannskap. Varð svo sem var við fisk en tökurnar voru svo naumar að ekkert hékk á. Prófaði helst þyngdar púpur; Pólska Pheasant Tail með kúluhaus, Red Tag og svo svartan og rauðan Buzzer. Jæja, 46. aldursárið byrjaði alveg eins og því 45. lauk, með öngul í rassi.