Hraunsfjarðarvatn

Rétt vestan við Baulárvallavatn á Snæfellsnesi liggur Hraunsfjarðarvatn. Það er í 207 metra hæð og er 2,5 ferkílómetrar að stærð. Vatnið er dýpra en svo að hægt sé að veiða botninn þar sem það er dýpst, 87 metrar hafa verið mældir þar nýverið, áður var það skráð 84 metrar. Trúlega liggur þessi munur í hækkun vatnsins með tilkomu stíflunnar við útfallið í Vatnaá sem rennur til Baulárvallavatns. Til vatnsins rennur Fossalækur ásamt mörgum smálækja í leysingum.

Með tilkomu stíflunnar í Vatnaá var tekið fyrir hrygningu urriðans þar og hefur hann aðeins um Fossalæk að velja, en rannsóknir á lífríki vatnsins fyrir og eftir tilkomu stíflunnar hafa ekki staðfest grun manna að Fossalækur einn og sér nægi ekki urriðanum til að viðhalda stofninum í vatninu.

Stórir urriðar eru sagði í vatninu og hafa margir gert góða veiði á þessum slóðum. Sjálfur hef ég ekki reynt mig við vatnið en bæti vonandi fljótlega úr því.

Akfært er 4×4 bílum að vatninu eftir slóða sem liggur vestan við Baulárvallavatn, en töluverður gangur er að flestum veiðistöðum og víða erfitt yfirferðar.

Um flugur sem gefa í vatninu verð ég að vísa til afspurna sem segja einfaldlega; Nobblerar.

Tenglar

Flugur

Nobbler – hvítur
Nobbler (svartur)
Nobbler (orange)
Nobbler (olive)

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com