Berufjarðarvatn

Berufjarðarvatn liggur á milli Hríshólsháls og Hofstaðaháls, því sem næst fyrir botni Berufjarðar í Reykhólasveit. Rétt norðan vatnsins stendur Bjarkalundur, hótel og tjaldsvæði.

Til vatnsins rennur Alifiskalækur að suðvestan, en hann á upptök sín í Lambavatni. Frá vatninu rennur Kinnastaðaá til Þorskafjarðar.

Í Þorskfirðingasögu er frá því sagt að ungir menn þar í sveit hafi verið frumkvöðlar í fiskirækt, væntanlega einhverjar elstu heimildir um silungseldi sem um getur á Íslandi. Tóku menn fisk úr Berufjarðarvatni og settu í Alifiskalæk og gerðu góða veiði þar á eftir.

Því miður hefur undirritaður ekki nokkra reynslu af veiði í vatninu, en til stendur að ráða bót á því nú þegar vatnið er komið inn á Veiðikortið.

Tenglar

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com