Smellið á kort fyrir fulla stærð

Skammt austan Ölvesvatns á Skaga, sunnan veiðihúsanna, er Fossvatn. Urriði er þar í miklum meirihluta, oft vænni en í Ölvesvatni. Helst er góð veiði við ós Eiðsár og með ströndinni að Fossá sem fellur úr vatninu til austurs. Litlum sögum fer af veiði með austurstöndinni til norðurs en sjálfur hef ég séð til veiðimanna taka þar fisk og eflaust er hægt að veiða allt vatnið eins og flest vötn í raun.

Eins og getur rennur Fossá til Selár úr vatninu að austan. Heimilt er að veiða í Fossánni og hef ég reynt það sjálfur. Það sem ég gekk niður með ánni lofaði samt sem ekki góðu þar sem hún er öllu breiðari heldur en Eiðsá og til muna grynnri. Töluvert var af smáfiski í ánni en ekki gekk ég fram á einn einasta hyl eða lygnu þar sem stærri fiskur gæti haldið til. Vel getur verið að góðir veiðistaðir séu neðar í ánni, en um það get ég ekkert fjölyrt.

TENGLAR


Kort

FLUGUR


Nobbler – orange: Júní
Higa’s SOS
Black Zulu
Pheasant Tail: Ágúst
Peacock: Maí,Júní
Watson’s Fancy

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN