Smellið á kort fyrir fulla stærð

Akfært á að vera inn að Selvatni frá slóðanum upp að Ölvesvatni á Skaga, en fáum sögum fer að ástandi þess vegar nú hin síðari ár. Vatnið er nokkru sunnan og eilítið austan við Ölvesvatn og er það dýpst vatnanna á svæðinu eða um 16m. Urriði er ráðandi í vatninu og er hann í töluverðu magni, ekki mjög stór. Eins og víða eru bestu veiðistaðirnir við ósa og útfall ánna í vatninu og svo með norðurstöndinni.

Þess ber að geta að sjálfur hef ég ekki veitt í þessu vatni og því eru flugur og merktir veiðistaðir skv. afspurn kunnugra.

TENGLAR


FLUGUR


Nobbler (olive)
Black Zulu
Pheasant Tail
Peacock

ÖNNUR VÖTN