Bleik og blá

Óþarfi að hafa mörg orð um þessa bráðdrepandi bleikjuflugu, en ég get ekki stillt mig um að setja hér inn nokkur orð sem höfð eru beint eftir höfundinum; „Þetta var fluga sem Frímann [Frímann Ólafsson leiðsögumaður, innsk.KF] skírði Högna. Hún var með svörtum væng, silfurbúk, bleiku skeggi og Jungle Cock, skógarhana. Ég var ekki sáttur við þessa flugu, bætti gráa vængnum við og minnti hún mig þá á Peter Ross. Ég bætti síðan bláu við þar fyrir aftan, því blái liturinn hefur reynst mér mjög vel í sjóbleikjuveiði. Þá var flugan fullsköpuð, en ég hef stundum bætt við tveimur glimmerþráðum, annaðhvort til hliðar á flugunni eða undir henni. Þá má hún bæði vera með og án kúluhauss og best fer hún á Kamasan-straumfluguöngli númer 8“ sagði Björgvin.

Höfundur: Björgvin Guðmundsson
Öngull: Legglangur 4 – 10 (höfundur mælir með Kamasan straumfluguöngli nr.8)
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr blárri hanafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Fanir úr bleikri hanafjöður
Vængur: Síðufjöður af urtönd
Kragi: Bleikt Chenille
Haus: Svartur eða, gullkúla eða, keiluhaus, allt eftir smekk.

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
Kúluhaus 8 & 10
Púpa á grubber 10 & 12
 Straumflug 6,8 & 10

Hér gefur svo að líta nokkuð netta hnýtingu á hefðbundinni útgáfu þessarar flugu frá Flugusmiðjunni:

Create a website or blog at WordPress.com