Smellið á kort fyrir fulla stærð

Fyrir landi Þjóðgarðsins á Þingvöllum er fjöldi veiðistaða sem aðgengilegir eru veiðimönnum. Þeirra helstir eru; Lambhagi, Vatnskot, Öfugsnáði og Vatnsvik. Hvert svæði fyrir sig er mjög fjölbreytilegt og fjöldi einstaka veiðistaða er innan hvers þeirra og því getur verið úr fjölda flugna að velja hverju sinni.

Vorveiði er oft með ágætum á Leirutánni og á Öfugsnáða og upp úr miðjum júní kemur Hallvík sterk inn. Rétt er þó að geta þess að Hallvík er innan bannsvæðis frá og með 1.júlí ár hvert.

Vatnið hefur verið innan vébanda Veiðikortsins um nokkurt skeið en einnig er hægt að kaupa veiðileyfi í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.

Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér nýlega (2013) umræðu og samkomulag veiðileyfasala og Þjóðgarðsins um bætta umgengni við vatnið öllum til hagsbóta.

TENGLAR


Dýptarkort

FLUGUR


Teal and Black – Júní,Júlí
Black Zulu: Júní,Júlí
Nobbler – hvítur #8: Maí
Gullbrá
Flæðarmús: Maí,Júní,Júlí
Blóðormur
Higa’s SOS: Júlí
Kibbi: Júlí
Alma Rún: Júní,Júlí
Beykir: Júní
Pheasant Tail: Júní
Peacock: Júní, Júlí
Krókurinn: Júní
Mobuto: Júní,Júlí
Watson’s Fancy – Maí, Júní, Júlí
Killer – Svartur: Maí,Júní,Júlí
Killer- Rauður #10: Maí,Júní

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN