
Krókurinn
Enn eitt meistarastykkið úr smiðju Gylfa Kristjánssonar. Einhver vinsælasta silungafluga hér á landi, veidd hvort heldur ein sér eða sem afleggjari (dropper). Hef heyrt því fleygt að hún hafi verið skírð í höfuðið á Jóni ‘Krók’ Bjarnasyni frá Húsavík sem fékk að sögn fyrstur að prófa þessa flugu.

Höfundur: Gylfi Kristjánsson
Öngull: Grubber 8 – 16
Þráður: Svartur 8/0
Skott: Fasanafjaðrir
Stélkragi: Rautt dubbing (Crystal antron)
Búkur: Medium svart vinyl rib
Haus: Koparkúla
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14,16 |
Á vormánuðum 2020 rættist langþráður draumur margra þegar Eiður Kristjánsson útbjó myndband af hnýtingu Króksins, hér að neðan má sjá Eið fara vel og vandlega yfir ferlið: