Hraunsfjörður

Snæfellsnesið hefur alltaf einhverja dulúð yfir sér og þar er Hraunsfjörður engin undantekning. Margir hafa lagt leið sína í fjörðinn, sumir hafa aldrei farið innar en að stíflunni við Mjósund en aðrir hafa látið sig hafa langar göngur í hrauninu að austan og norð-austan.

Hraunsfjörðurinn kemur yfirleitt snemma til á vorin og margir hafa gert fantagóða veiði þar í apríl og maí. Aðrir láta ekki sjá sig í firðinum fyrr en í júlí og enn aðrir kíkja ekki fyrr en síðsumars þegar laxinn gengur inn fjörðinn.

Sjálfur hef ég helst verið á höttunum á eftir sjóbleikjunni sem er algjört sælgæti, gerist vart betri hér á landi og yfirleitt nóg af henni. Kúnstin er bara að plata hana til töku. Sumum veiðimönnum gefst best að veiða á flóðinu, öðrum gengur ágætlega hvernig sem stendur á sjávarföllum og sættast við nóg í soðið eða á pönnuna.

Hraunsfjörðurinn er innan vébanda Veiðikortsins og hefur verið um árabil.

Hvern háttinn sem menn hafa á heimsóknum í fjörðinn, þá eru þær alltaf þess virði. Hraunsfjörður er að mínu mati vanmetinn staður sem hefur orðið svolítið fyrir barðinu á slælegri umgengni og frjálslegum veiðiaðferðum. Veiðimenn eru hvattir til að sýna náttúrunni þá virðingu sem hún á skilið og fara eftir umgengnisreglum sem landeigendur/rétthafar hafa gefið út.

Á kortinu eru vegir táknaðir með gulu, vegslóðar og troðningar með gráu en gönguslóðar með rauðu. Vert er að geta þess að vegslóðinn frá Snorrastöðum og inn að Fjarðarhorni er varhugaverður og alls ekki fær nema sérlega vel útbúnum bílum.

Tenglar

Flugur

Peacock m.orange skotti
Peacock
Hérinn
Mýsla
Alma Rún
Marfló
Kopperbassen
Krókurinn
Blóðormur
Pheasant Tail
Watson’s Fancy

Myndir

Myndbönd

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com