Smellið á kortið fyrir fulla upplausn

Norð-vestan við Ölvesvatn er Grunnatjörn. Þar er bleikjan í miklum meirihluta og er afskaplega liðmörg og eftir því smá. Samt sem áður hafa menn gert ágæta veiði þarna, svo ekki er loku fyrir það skotið að ein og ein stærri bleikja sé þarna til staðar.

Eitthvað hafa menn síðan veitt í Grunnutjarnarlæk sem rennur til Ölvesvatns, helst þá í hyljum sem leynast víða í læknum. Ef einhverjum finnast vötnin á svæðinu grunn, þá þarf sá hinn sami ekki að ómaka sig um ganginn upp að Grunnutjörn, hún ber nafnið með réttu.

fos_div

Kort
Kort
Veður
Veðurspá
Veiði
Veiði
Veiðikortið
Bæklingur
Skagaheiði

fos_div

Higa’s SOS
Black Zulu
Pheasant Tail: Ágúst
Peacock: Maí,Júní