Vatnsdalsvatn

Vatnsdalsvatn er í Vatnsfirði á Barðaströnd og hefur verið inni á Veiðikortinu í nokkur ár og það er skömm frá því að segja að ég hef enn ekki látið verða að því að bleyta flugu í vatninu.

Stutt er til sjávar úr vatninu og hæð þess er aðeins rétt ofan sjávarmáls en þó gæti þar hvorki flóðs né fjöru.

Þekktir veiðistaðir eru fyrir miðju vatnsins að vestan, við útfall þess og víða við vatnið austanvert. Gott aðgengi er að vatninu að vestan, en töluverður gangur ef veiða skal við það að austan.

Megin uppistaða fiskjar í vatninu er bleikja, bæði staðbundin og sjógengin, og eitthvað er um að stöku lax geri þar vart við sig. Bleikjan er frá einu pundi og upp að þremur, en fyrir kemur að stærri fiskar veiðist þar.

Rétt er að taka það fram að það er með öllu óheimilt að tjalda við vatnið og hefur veiðimönnum verið vísað á tjaldstæðið við Flókalund sem stendur rúmlega 2 km. vestan við Vatnsfjörð.

Þar sem undirritaður hefur aldrei brugðið flugu í þetta vatn eru þær flugur sem hér gefur á að líta að neðan settar inn skv. afspurn þeirra sem þekkja vatnið nokkuð vel.

Tenglar

Flugur

Nobbler (bleikur)
Nobbler (orange)
Bleik og blá
Bleik og blá (púpa)
Heimasætan
Mýsla
Peter Ross

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Veistu ekki alveg hvar efnið er að finna sem þú sækist í? Prófaðu þá að leita á síðunni