
Peter Ross
Eins og frænka hans úr Teal fjölskyldunni, Teal and Black er Peter Ross enskur að uppruna. Vafalaust í hópi vinsælustu silungaflugna á Íslandi.
Mest hefur hún verið notuð í bleikju, jafnt staðbundna sem og sjógengna. Einhverra hluta vegna hefur hún minna verið orðuð við urriða og sjóbirting í gegnum tíðina, en ég hef laumað henni undir þar sem urriða var vona og fengið fisk, ekkert síður en bleikju.
Litirnir í þessari flugu eru nokkuð hefðbundnir fyrir silungaflugu, minna um margt á Watson’s Fancy og fleiri gjöfular flugur.
Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin eða legglangur 6-16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur og rauð ull eða selshár til helminga
Skegg: Svört hanafjöður
Vængur: Brjóstfjöður úr urtönd eða síðufjaðrir gráandar.
Haus: Svartur
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
Votfluga 10,12 Púpa 12,14 | Votfluga 10,12,14 |