Smellið á kort fyrir fulla stærð

Mjög gott aðgengi að vatninu og frábært viðmót ábúenda að Hrauni dugir til að mælt sé með því að heimsækja þetta vatn. Eins og víðar hefur urriðinn verið að sækja í sig veðrið á kostnað bleikjunnar í þessu vatni hin síðari ár. Eitthvað er þó ennþá um sjóbleikju í vatninu, sé hitt á réttan árstíma.

Úr vatninu rennur lækur/skurður til sjávar sem auðsótt hefur verið (í það minnsta hingað til) að fá leyfi fyrir að spreyta sig við að því gefnu að ekki séu margir veiðimenn á staðnum og/eða margir hafi fengið leyfi til þess hverju sinni. Í þau skipti sem ég hef komið í vatnið hefur það alltaf staðið til boða, þótt ég hafi ekki nýtt mér það ennþá.

Frábært vatn fyrir fjölskyldufólk, byrjendur og lengra komna og vatnið er á Veiðikortinu sem skemmir auðvitað ekki fyrir.

TENGLAR


Myndavél

FLUGUR


Krókurinn: Júní,Júlí,Ágúst
Peacock: Júlí, Ágúst
Dentist: Júlí
Vinstri græn – original: Júlí
Rollan: Júní, Júlí

ÖNNUR VÖTN