FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Sléttuhlíðarvatn – 7.okt.

    8.október 2011
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Þetta var svo sannarlega dagur veiðifélaga míns, konunnar. Hún átti erindi norður að Hólum í Hjaltadal til að taka við Diploma í viðburðastjórnun frá Háskólanum að Hólum og ég fékk að fljóta með. Og auðvitað var athugað með veiði í leiðinni. Já, þótt það sé komið vel fram á haustið þá er enn hægt að komast í veiði, t.d. hjá bændunum að Hrauni á Sléttuhlíð rétt norðan Hofsóss. Við mættum á staðinn eftir glæsilega útskriftarveislu að Hólum upp úr kl.17 svo það var ljóst að ekki gæfist langur tími til veiða. Og það var eins og fiskurinn vissi þetta líka því ekki liðu nema örfá köst þar til konan fékk ágæta töku, en missti. Leið og beið nokkur stund og lítið urðum við vör við fisk, en vissum þó af honum. Eyddum mestum tíma í að brjóta ísinn reglulega úr lykkjunum, það var helv…. kalt en fallegt veður. Rétt um það bil sem síðustu geislar sólar náðu til okkar fékk ég ágæta töku rétt við vatnsbakkann og á sama augnabliki varð ég var við fisk á hina höndina, urriðinn var kominn upp á grunnið. Að vísu missti ég af fiskinum en frúin tók tvo væna hænga í tveimur köstum og bætti síðan um betur með einni hryggnu þegar við sáum í raun ekkert lengur til. Sem sagt; frúin með eitt diploma og þrjá urriða á Dentist, ég ekki með neinn fisk en mjög montinn af henni. Haustið getur verið fallegt og engin ástæða til að hætta veiðum strax, ullarföt og stúkur hjálpa svo til við að halda hita á manni.

    Þess má til gaman geta að hryggnan var vel hrognafull, en ekkert los komið í hrognin þannig að væntanlega eru enn einhverjir dagar í hryggningu í vatninu.

  • Sléttuhlíðarvatn

    1.júlí 2010
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Óhætt er að mæla með Sléttuhlíðarvatni, sjá hér.  Nægur fiskur í vatninu og virðist vera nokkuð jöfn veiði sama hvar maður er staddur á bakkanum. Að vísu fundum við ekki eina einustu af umræddum sjóbleikjum, aðeins staðbundin urriða.  Annars frábær túr og komum heim með 15 stk. á bilinu 1/2 til 1 pund.

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar