
Vinstri græn
Auðvitað má ég til með að koma flugunni minni hérna að. Já, manni getur auðvitað dottið Alexandra í hug, en þessi er samt mín og hefur tekið nokkrum breytingum á þeim árum sem liðið hafa frá því ég fiktaði mig fyrst áfram með þessa litasamsetningu.
Hefur gefið mér marga glaða stund í urriðanum og eins og ég hef sagt áður, ekkert annað nafn kom til greina; Eggjandi, öflug og umhverfisvæn.
Hér að ofan og í uppskriftinni hér að neðan, gefur að líta upprunalegu útgáfuna. Með tíð og tíma hefur útfærsla hennar mildast nokkuð og glannaskapurinn í skottinu hefur vikið fyrir örlítið meiri hófsemd eins og sést á myndinni hér að neðan.

Höfundur: Kristján Friðriksson
Öngull: Hefðbundin 8 – 12
Þráður: Rauður 6/0
Stél: Ríkulegur vöndull af fíngerðum rauðum og grænum tinsel strimlum
Búkur: Grænt tinsel
Skegg: Rauð hænufjöður
Vængur: Rautt marabou sem umlykur rauða hænufjöður
Haus: Rauður
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
Grubber 10,12 | Votfluga 8,10,12 Grubber 10,12 |