Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn tengir Sogið við Þingvallavatn og að stofninum til er um sama silunginn að ræða í þessum tveimur vötnum.

Síðari ár hefur fiskurinn tekið nokkuð við sér í vatninu eftir mörg döpur ár eftir tilkomu Steingrímsstöðvar. Margir góðir veiðistaðir eru í vatninu og svo virðist sem þeim fjölgi ár frá ári með aukinni viðkomu silungsins í vatninu.

Eins og áður segir er sami stofn silungs í Úlfljótsvatni og í Þingvallavatni. Síðari ár hefur jafnvel borið við að stórurriði veiðist í vatninu, en bleikjan er þó liðmeiri og gjarnan veiðast þar vænar bleikjur.

Vatnið er nokkuð kalt og endurnýjar sig hratt þar sem gegnumstreymi er töluvert. Þessi hraða endurnýjun vatnsins gætir verið ástæða þess að það er ekki eins frjósamt og Þingvallavatn, þótt ekki muni miklu.

Nokkur umræða hefur skotið upp kollinum öðru hvoru um notkun og afleiðingar skordýraeiturs sem notað var við vatnið á meðan á byggingu Steingrímsstöðvar stóð. Ég legg það í hendur hvers manns að vega og meta hvort áhrifa þessarar eitrunar gæti enn, eitt er víst flugan hefur örugglega náð sér á strik eftir þetta því töluvert getur verið af henni við vatnið.

Vestur- og suðurbakkar vatnsins, að undanskilu svæði Skátanna, er innan vébanda Veiðikortsins. Ýmsir aðilar hafa í gegnum árin selt veiðileyfi í vatnið að norðan, ýmist veiðileyfasalar eða landeigendur sem eru nokkrir þar um slóðir.

Tenglar

Flugur

Mobuto – júní
Watson’s Fancy – júlí
Mýsla – júlí
Black Zulu – jún. og júl.
Killer (svartur) – jún.og júl.
Knoll – jún.og júl.
Nobbler (svartur) – júní
Krókurinn – maí til ág.
Héraeyra – júní
Pheasant Tail – maí til ág.
Peacock – maí til ág.

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com