FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Úlfljótsvatn 31. maí 2020

    3.júní 2020
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Þeir sem þekkja til Úlfljótsvatns fara nokkuð nærri um það að það er frekar kalt. Ekki eins kalt og Þingvallavatn, en kalt er það. Mér skilst að meðalhiti vatnsins ætti að vera eitthvað á bilinu 5 – 6 °C um mánaðarmótin maí, júní og það lét nærri að svo væri s.l. sunnudag. Í Hagavík var vatnið rétt rúmar 5°C og við utanverða Borgarvík var það tæpar 5°C sem sagt, örlítið undir meðalhita eins og flest vötn á landinu þetta vorið.

    Hagavík

    Þessir tveir staðir voru sem sagt þeir staðir sem við veiðifélagarnir heimsóttum í skreppnum okkar á sunnudaginn. Byrjuðum við Veiðitanga rétt utan við Hagavík og …. urðum ekki vör við fisk, en flugan var komin á kreik og smáfuglarnir gerðu sér hana á góðu þar sem hún kom upp eða settist á vatnið.

    Flugur á ferð

    Þarna stoppuðum við dágóða stund, en héldum síðan austur og suður fyrir vatnið, en stoppuðum ekkert á leiðinni, það voru greinilega fleiri veiðiþyrstir á ferðinni. Nánast hver einasti staður var setinn frá Grjótnesi og inn að kirkju, þannig að við fórum niður í Borgarvík og nutum þess að rigningunni sem dunið hafði á okkur í Hagavík hafði slotað.

    Utan við Borgarvík

    Þegar við höfðum teygt nægjanlega úr línunum okkar við Borgarvíkina og vorum að taka okkur saman, rifjaðist upp fyrir okkur upplifun frá því fyrir mjög mörgum árum síðan. Þannig var að mættum eitt sinn í Borgarvík, var þar veiðimaður að hætta sem hafði orðið mjög lítið ágengt og var heldur þungur á brún og ómyrkur í máli. Við vorum aftur á móti þokkalega vongóð, veðrið með ágætum og fluga á ferð. Eftir stutt orðaskipti við forvera okkar á staðnum, þá hvarf öll okkar von út í veður og vind þannig að maður beinlínis var orðinn niðurlútur þegar fyrsta fluga var hnýtt á tauminn og nennan til að vera á staðnum var horfinn áður en hún lenti á vatninu, slíkar voru bölbænir veiðimannsins ófarsæla um vatnið, veðrið og aðstæður allar.

    Kría við Borgarvík

    Kveikjan að þessari upprifjun var að þegar við vorum að pakka saman, komu ungir og gallvaskir veiðimenn niður í Borgarvík sem flúið höfðu mannmergðina og aflaskort austan við Skátasvæðið. Þrátt fyrir dræmar undirtektir við okkar flugunum, reyndum við að vera eins jákvæð og okkur var unnt. Í stað þess að mála skrattann á vegginn, þá tókum við þann pól í hæðina og okkur hefði að vísu ekkert orðið ágengt, en fiskurinn væri eflaust að bíða eftir þeim strákunum, allt gæti gerst og dagurinn væri fallegur og vatnið veiðilegt.

    Fyrsta upplifun veiðimanna hefur mikið að segja um upplifun þeirra, vonandi hefur þeim strákunum gengið betur en okkur, en við héldum heim á leið með lungun full af fersku lofti og eins og eitt mýflugubit á handarbaki.

    Bleikjur í ferð
    0 / 0
    Bleikjur alls
    2 / 3
    Urriðar í ferð
    0 / 0
    Urriðar alls
    2 / 3
    Veiðiferðir
    7 / 8
  • Þingvallavatn 19. maí 2019

    20.maí 2019
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Að vera vakinn rétt um kl. 7 með skilaboðum um að allt sé klárt, kaffið komið á brúsa og græjurnar klárar, er ekki það versta sem getur komið fyrir á sunnudagsmorgni. Auðvitað dreif ég mig á fætur, svalg í mig fyrsta kaffibolla dagsins og lagði af stað út í blíðuna sem beið á Þingvöllum.

    Við byrjuðum að kíkja við í Vatnskotinu, en eitthvað sagði okkur að færa okkur örlítið austar þannig að við slepptum Tóftum og fórum í Vörðuvík. Það var ekki um að villast að það var fiskur á ferðinni í morgunstillunni, en þegar við vorum loks komin fram á bakkann, þá var eins og allt væri búið.

    Þegar síðan túristarnir voru vaknaðir og mættu syngjandi glaðir fram á bakkann, í orðsins fyllstu merkingu, þá töltum við yfir á Öfugsnáðann og böðuðum ýmsar tegundir flugna þar án árangurs. Og við vorum ekki ein um þetta áhugaleysi fiskanna. Félagi í veiðifélaginu okkar sem kom á staðinn rétt um það bil sem við settumst niður í árbít, varð ekki heldur var við fisk.

    Eitthvað lagðist hitastigið í vatninu illa í okkur og eftir smá tíma ákváðum við hjónin að breyta alveg til, færa okkur austur fyrir Steingrímsstöð og prófa Úlfljótsvatnið. Það er annars merkilegt hve veður getur skipst á milli vatnanna. Þessi rjóma blíða, sem þó skorti aðeins hitastigið, var hvergi nærri við Úlfljótsvatnið að norðan og við entumst því ekki lengi þar og héldum aftur á vit Þjóðgarðsins.

    Nú var ákveðið að fara í Vatnskotið, þar sem heldur hafði þynnst í hópinum. Fáar sögur af fiski, en veiðiverðir Þjóðgarðsins nokkuð brattir og tékkuðu einarðlega á veiðileyfum viðstaddra. Við hjónin prófuðum ýmsar tegundir flugna, kannski meira til að njóta umhverfisins og blíðunnar heldur en með von um fisk í brjósti.

    Þegar svo tveir aðrir félagar okkar mættu fisklausir á staðinn, var einfaldlega sest niður, skeggrætt um allt milli himins og jarðar, þó mest um veiði og ótrúlega umferð stórra fólksflutningabíla á Vallavegi, þessum mjóa og heldur slappa spotta sem tæplega rúmar fólksbílamætingar, hvað þá tuga tonna ferðamannadrossíur sem þurftu að mætast þarna.

    Þetta var hin ágætasti dagur, þótt enginn hafi verið fiskurinn og viðmælendur okkar sammála um að bæði skordýr og bleikjur fara heldur betur á stjá þegar það hefur hitnað örlítið betur.

    Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
    0 / 0 0 / 9 0 / 0 0 / 2 4 / 5

  • Úlfljótsvatn, 21. sept.

    22.september 2013
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Þau eru nú ekki mörg vötnin sem eru opin ennþá í nágrenni Reykjavíkur þannig að maður var ekki með neinn rosalegan valkvíða seinni partinn hvert maður ætti að fara í blíðunni. Og þvílík blíða sem fiskarnir í Úlfljótsvatni fóru á mis við. Fluga á ferð við bakka og úti á vatni, spegill á yfirborðinu og hreint út sagt frábært veður, en ekki einn einasti fiskur lét sjá sig.

    Ég verð að játa að ég þekki lítið til hegðunar bleikjunnar í vatninu að hausti til og get því ekkert sagt til um hvort við höfum verið eitthvað úti á þekju að reyna fyrir okkur á Veiðitanganum, en eitt er víst; haustið er komið í Grímsnesinu og allir jarðarlitirnir farnir að skarta sínu fegursta.

    Úlfljótsvatn
    Úlfljótsvatn

    Veiðitölur ársins

    Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
     0 / 0 19 / 25 0 / 0 9 / 25 38

     

  • Úlfljótsvatn, 6.júní

    9.júní 2013
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Það er bara svo gott að komast aðeins út fyrir malbikið og þá er náttúrulega frábært að hafa nokkur af bestu veiðivötnunum innan klst. frá heimilinu. Smá skreppur í blíðunni upp að Úlfljótsvatni. Jú, veðrið var alveg ágætt en mikið rosalega munar miklu á hitastigi vatnanna okkar hér við bæjardyrnar. Eins hlý og Meðalfells-og Elliðavatn eru að verða þessa dagana og allt lífríkið að komast á skrið, þá munar örugglega tveimur vikum á þeim og Úlfljótsvatni. Fín byrjun á afsökun? Nei, bara staðreynd, en það er alltaf jafn gaman að koma inn fyrir Steingrímsstöð og að Veiðitanga þó maður fái ekki einu sinni töku.

    Veiðitölur ársins

    Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
     0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 2 16

  • Úlfljótsvatn 18.maí

    18.maí 2013
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Ég get bara ekki ímyndað mér að nokkur taki oftar mark á heilræðum og veiðipistlum hér á þessari síðu. Auðvitað væri það skemmtilegra hefði ég getað byrjað þessa frásögn á douze points (svona í tilefni dagsins) en það er nú öðru nær, zéro point á víst betur við og tíunda veiðiferðin án fisks er staðreynd.

    Úlfljótsvatn varð ofan á eftir að við hjónin renndum í gegnum þjóðgarðinn en leyst ekki á íslenska lognið sem var eitthvað að flýta sér norður, þannig að við komum okkur fyrir í eins miklu rólyndis logni og unnt var að finna við Grjótnesið í Úlfljótsvatni. Það er ekki of sögum sagt að stutt er í dýpið á þeim slóðum. Allt var reynt; straumflugur, púpur og meira að segja lét ég mig hafa það að setja dúndrandi sökkenda á línuna, en ekkert hjálpaði til. Að vísu var alveg hreint ágætt að komast út og viðra sig svona í upphafi langrar helgar.

    Nú verður lagst í tölfræði og kannað hvernig okkur hjónum hefur yfir höfuð gengið í vorveiðinni undanfarin ár.

    fos_os_ulfljotsvatn
    © Orkustofnun – Dýptarkort Úlfljótsvatns

    Veiðitölur ársins

    Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
     0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 10

    Ummæli

    19.05.2013 – Axel Freyr: Dyntótt er veiðigyðjan Kristján eins og Björn Blöndal skrifaði svo fallega um. Ég er líka búin að núlla í mínum 5 veiðiferðum og er búinn að fá glósur um að maður sé fiskifæla og veiði aldrei neitt! svo að þú situr ekki einn að þjáningarborðinu.
    En alltaf þegar ég er búinn að núlla og er á leiðinni heim þá er ég að skipuleggja næstu ferð í huganum. Alltaf fylgir þeim hugarórum að næsta skipti skal verða mok hehe.

    Svar: Já, þar rataðist Birni svo sannanlega rétt orð í munn. Mér finnst nú eiginlega eins og gyðjan sú arna hafi alveg yfirgefið mig. Samt var ég búinn að heita á hana fyrsta fiski ársins eins og venjulega.

    19.05.2013 – Svarti Zulu: Ertu nokkuð að gleyma að hnýta fluguna á enda taumsins þetta árið? ;)

    Svar: Nú get ég ekkert annað en roðnað, því í fullri einlægni þá hef ég í það minnsta tvisvar verið 100% viss um að ég hefði tapað flugunni fyrst ekkert beit á hjá mér, kastandi á fisk, en…. hún hefur alltaf verið þarna greyið, bara ekki sú rétta. Hratt, hægt, djúpt, grunnt, stutt, langt, það er alveg sama hvernig ég hreyfi flugurnar þetta árið, þeir hlægja bara að þeim.

    19.05.2013 – Urriði: Eru ekki margir kvensjúkdómalæknar karlar? Þú þarft ekkert að hafa gengið í gegnum hlutina sjálfur til að geta sagt öðrum til ;) Þannig að fróðleikurinn á síðunni stendur alveg fyrir sínu :)

    Svar: Æ, takk fyrir þetta Urriði. Mér veitir ekki af  öllu peppi núna, geng orðið undir nafninu Kristján X (tíundi) og það væri skelfilegt að verða Kristján XI.

  • Úlfljótsvatn 22. september

    22.september 2012
    Veiði

    Upp

    Forsíða

    Meira að segja jafn orðvar maður og ég nú er (hóst, hóst) getur varla komið orðum öðruvísi að skreppitúr okkar hjóna upp að Úlfljótsvatni í dag heldur en með orðunum; Við runnum á rassgatið með þennan veiðitúr og þá er ég ekki að tala um óeiginlega merkingu. Fyrst rann frúin fram af bakkanum með töluverðu skvampi en varð ekki meint af og ekki gat ég verið minni maður og fann mér skemmtilega flata, hallandi og hála hellu til að skella óæðri endanum niður á og renna mér þannig út í vatnið á bak- og afturendanum. Það var ekki laust við að mér yrði hugsað til filtsólanna á gömlu vöðlunum mínum á meðan vatnið seytlaði inn í ermarnar hjá mér þar sem ég lá þarna flatur í vatninu.

    Og í sem skemmstum orðum, þá var þetta nú það helsta sem kom fyrir okkur í þessum veiðitúr. Ekki einn fiskur en fallegur haustdagur hefur verið greyptur í minni okkar og verður það fram að næsta vori, ef ekki lengur. Ekki nein vissa fyrir hendi um fleiri ferðir á þessu hausti eftir frábært veiðisumar. Hér eru sko engar barlómssögur um veiði undir meðallagi, vatnsskort eða þurrka. Sumarið búið að vera flott og við hjónin búin að prófa mörg ný vötn.

    Veiðitölur ársins

    Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
     73 / 35 14 28 / 33 4 36 15
1 2
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar