
Elliðavatn
Frá og með veiðisumrinu 2013 hafa Elliðavatn og Helluvatn verið inni á Veiðikortinu. Vötnin eru aðeins að hluta náttúruleg þar sem umfang þeirra jókst verulega við Elliðavatnsstífluna 1926.
Nánari upplýsingar um vatnið má finna hér á síðunni í greinu, Nú er lag í Heiðmörk og Vatnsendavatn og Vatnsvatn.
Þessi vötn eru frábær ‘fyrsta vatn’ silungsveiðimanna og tölur stofnstærða gefa virkilega til kynna að grisjunar sé þörf á urriðanum sem sótt hefur verulega í sig veðrið hin síðari ár. Engjarnar og veiðistaðir neðan Elliðavatnsbæjar eru ágætir staðir að vori. Helluvatnið kemur síðan sterkt inn í júní, t.d. Tían og Herdísarvík.
Annars hafa veiðistaðir í vatninu verið að færast nokkuð til með aukinni viðkomu urriðans og hopi bleikjunnar hin síðari ár sem kallar svo aftur á breytt flugnaval veiðimanna eftir smekk þessara tegunda. Að þessu leitinu eru margar eldri leiðbeiningar (með fullri virðingu) ekki alveg fullnægjandi þar sem þær taka að miklu leiti aðeins tillit til bleikju í vatninu, atferli hennar og búsetu.
Tenglar
Flugur
Myndir







