
Blue Charm Nymph
Í einhverri veiðiferðinni sumarið 2012 hitti ég ‘eldri’ veiðimann sem varð að orði að hann saknaði bláu flugnanna, eina sem enn þekktist væri Blue Charm og hún væri aðeins notuð í laxinn. Þessu spjalli okkar yfir fluguboxunum hefur oft skotið upp í huga minn yfir væsinum og nú lét ég verða að því að bulla saman púpu sem innihéldi eitthvað blátt.
Nærtækast var að halda sig nokkurn veginn við skiptinguna úr Blue Charm og eftir nokkrar tilraunir varð þessi til. Hvort hún höfði eitthvað til silungsins næsta sumar verður bara að ráðast, litaskiptingarnar eru í það minnsta nógu áberandi sem er nú oftast til þess fallið að kveikja í honum.
Höfundur: lætur fara lítið fyrir sér
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Svartur 8/0
Vöf: Silfurvír
Búkur: Gult gerfisilki (1/3), svart gerfisilki (2/3)
Thorax: Blátt gerfisilki
Vængstæði: Svört andarfjöður