Smellið á kort fyrir fulla stærð

Sauðlauksdalsvatn er í Vestur-Barðastrandasýslu í næsta nágrenni við Patreksfjörð. Vatnið er aðeins í 10 m hæð yfir sjávarmáli og frá því rennur Dalsvaðall til sjávar. Vatnið hefur verið innan Veiðikortsins í nokkur ár og margir veiðimenn hafa tekið ástfóstri við það í gegnum árin, enda heimilt að tjalda við vatnið og því er það tilvalið til útivistar í skemmri og lengri tíma.

Helstu veiðistaðir við vatnið eru að vestan, þ.e. þeim megin sem komið er að því, en mér skilst að það sé vel þess vert að taka sér göngutúr inn fyrir enda vatnsins og renna fyrir fisk við vatnið austanvert.

Í vatninu er bleikja, bæði sjógengin og staðbundin ásamt urriða þótt mest sé um bleikju á bilinu 1 til 1,5 pund.

TENGLAR


FLUGUR


Black Gnat
Nobbler - hvítur
Nobbler – hvítur
Nobbler bleikur
Nobbler bleikur
Nobbler - orange
Nobbler – orange
Bleik og blá
Bleik og blá
Krókurinn
Krókurinn
Peter Ross
Peter Ross
Blóðormur

ÖNNUR VÖTN