
Black Gnat – þurrfluga
Eins ensk eins og þær geta orðið og trúlega einhver elsta fluga sem einhverjar áræðanlegar heimildir eru fyrir, kom fram á sjónarsviðið rétt fyrir 1800 og hefur verið ofarlega í boxum veiðimanna síðan.
Jafnvel þótt sú fluga sem hún átti upphaflega að líkja eftir, Bibio Johannes, finnist ekki á Íslandi, þá stendur þessi fluga uppi sem ein útbreiddasta þurrfluga í silungs- og laxveiði á Íslandi.
Eins og um svo margar þurrflugur hefur upprunalega hráefnið vikið fyrir nýrri efnum, en alltaf stendur flugan sjálf fyrir sínu.

Og þessi er einnig til sem votfluga. Ef eitthvað er, þá hefur mér fundist hún ekkert síðri heldur en þurrflugan. Hér að neðan er samt sem áður efnislisti þurrflugunnar.
Höfundur: ókunnur
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 20
Þráður: Svartur 6/0
Skott: svartar fjaðrir
Búkur: Fíngert antron búkefni eða svart poly-dub
Kragi: hringvafðar svartar fjaðrir
Vængur: Gráar andafjaðrir, vel aðskildar og uppréttar
Haus: létt lakkaður
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16,20 | 10,12,14,16 |