Smellið á kort fyrir fulla stærð

Einhverjum kann að þykja 553 frá Svignaskarði upp að Langavatni ekki spennandi vegur, en eitt verður ekki af honum tekið; hann liggur um eitthvert fallegasta svæði landsins. Það sama má segja um umhverfið við Langavatn og því togar þetta vatn alltaf eitthvað í mann þrátt fyrir að vera ekki með aflasælustu vötnum landsins.

Einhverra hluta vegna hafa veiðimenn frekar sótt í veiðistaði við Beilárvelli og við botn vatnsins. Sjálfur hef ég góða reynslu af veiði við vestari bakka vatnsins þar sem sagnir herma að sé nokkuð vænni urriði heldur en víða annars staðar í vatninu. Það sem styður þessar sagnir er e.t.v. sú staðreynd að ég landaði þar mínum stærsta fiski á stöng, sjá hér.

Önnur leið að vatninu og ekki síðri er um 535 Grímsstaðir og 536 Grenjar að vestan, upp með efri hluta Langár. Fyrir ævintýragjarna er það frábær leið, í það minnsta framan af sumri þar til veiðifélag Langár hefur lagfært veginn fyrir laxmennina.

Við útfall vatnsins er stífla sem miðlar vatni til Langár og því er vatnsborð Langavatns nokkuð háð því hvað vantar af vatni í ánna. Ég viðurkenni það fúslega að þessi stífla er mér þyrnir í augum eins og lesa má í grein minni Aðgangur bannaður. Hún ekki aðeins tálmi vatns heldur og urriða úr Langavatni sem hrygndi áður í ofanverðri Langá, urriða sem leitað hefur nýrra hrygningarstöðva í Langavatnsá sem er til muna síðri til hrygninga heldur en ofanverð Langá.

TENGLAR


Dýptarkort

FLUGUR


Watson’s Fancy – Sept.
Nobbler: Júní, Júlí, Ágúst
Nobbler (olive): Júní
Rauður Nobbler
Pheasant: Júní
Hérinn: Júní
Peacock: Júlí
Dentist: Júlí
Vinstri græn: Júlí, Ágúst
Nobbler svartur
Nobbler svartur

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN