Gíslholtsvatn

Landsveitinni geymir nokkur álitleg veiðivötn og tvö þeirra eru Gíslholtsvötn í Holtahreppi. Hér skal strax útiloka leiðan misskilning sem hefur herjað á þessi vötn hin síðari ár; þau heita bæði Gíslholtsvatn, Eystra- og Vestra, hvorugt þeirra heitir Herríðarhólsvatn. Fyrir þessari fullyrðingu hef ég orð ábúanda að Gíslholti, hvorki meira né minna.

Það vatnið sem ábúandi að Gíslholti selur í er það eystra. Aðbúnaður við vatnið er alveg til fyrirmyndar, tvær flatir þar sem menn geta sett niður tjöld eða vagna og snyrtilegustu kamrar norðan suðurskauts á báðum stöðum. Rennandi vatn er auðfengið að bænum ásamt miklum upplýsingum um álitlega veiðistaði og ýmsan fróðleik. Fyrir einhverjum árum dalaði stangveiði verulega í Gíslholtsvötnum en virðist vera að ná sér aftur á strik í því eystra nú þegar þetta er skrifað 2012. Fiskurinn í vatninu er frekar smár (bleikjan) en innan um leynist alveg rígvænn urriði og þokkalegar bleikjur. Auðvelt er að komast að vatninu að sunnan og vestan, þ.e. við bæinn, en töluverður gangur er að vatninu undir Gíslholtsfjalli frá bænum.

Handhöfum Veiðikortsins hefur verið heimilt að veiða í Eystra-Gíslholtsvatni frá og með sumrinu 2014. Vatnið kemur snemma til á vorin og gefur ágætlega langt fram eftir sumri, urriðinn nokkuð fastur fyrir á sínum stöðum í vatninu en bleikjan flækist nokkuð um eftir árstíð.

Tenglar

Flugur

Blóðormur
Pheasant Tail
Pheasant
Peacock
Nobbler (svartur)

Myndir

Myndbönd

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com