Ölvesvatn á Skaga

Vatnið er langsamlega stærst vatnanna á vatnasvæði Selár og veiðistaðir víða í því. Helst þeirra eru þó; útfallið að Eiðsá sem rennur í Fossvatn, s.k. Lindir sem eru norðanmegin í vatninu fyrir miðju á milli tveggja hrauka/þúfna sem þar standa á bakkanum og svo Grunnutjarnarós. Einnig hefur gefið ágætlega meðfram stöndinni að austan alveg frá útfalli Eiðsár og innfyrir veiðihúsin. Í vatninu er bæði urriði og bleikja, þokkalegur fiskur á bilinu 1 – 2 pund. Þar sem vatnið er bæði nokkuð mjólkurlitað og í grynnra lagi er það fljótt að gruggast ef einhvern vind hreyfir.

Við Ölvesvatn eru tvö veiðihús, annað sýnu eldra en hitt og eftir því nokkuð úr sér gengið. Eflaust er nokkur tilkostnaður bænda að útihaldi svona húsa uppi á heiðum, en samt sem áður verður leiga að endurspegla bæði aðbúnað og umhverfi ef sanngjarnt á að teljast. Ekkert rennandi vatn er í húsunum (2012) né salernisaðstaða heldur notast gestir við kamar sem opin er öllum veiðimönnum.

Úr Ölvesvatni rennur lækur til Fossvatns sem heitir því vel útilátna nafni Eiðsá. Töluverður samgangur fiskjar er á milli vatnanna, sérstaklega um og eftir morgunstillur. Svo virðist vera sem urriði haldi mikið til í Fossvatni en leiti út í Ölvesvatn á matmálstímum. Nokkrir veiðilegir hyljir eru í læknum og má gera ágæta veiði þar, en almennt er þetta helst uppeldisstöð smáfiska og mikill fjöldi af þeim.

Tenglar

Flugur

Nobbler (olive): ágúst
Nobbler (orange): júní
Higa’s SOS
Black Zulu
Watson’s Fancy: ágúst
Peacock: júní

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com