Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hafa tímaviltar greinar um hnýtingarefni verið að skjóta upp kollinum á síðustu vikum. Þessar greinar eru eftirreitur nokkurra greina um fjaðrir og hnýtingarefni sem hafa verið að færast aðeins til í birtingarröð, sumar heldur lengra inn í sumarið heldur en ég hefði viljað. Ástæða þessa er afskaplega einföld, þetta eru eftirreitur þeirra 50 greina sem ég skrifaði s.l. vor til að eiga fyrir sumarið. En nú er sarpurinn tæmdur og ekki afráðið hvenær regla kemst aftur á birtingar.
Auðvitað geta lesendur flakkað um allar greinarnar um hnýtingarefni sem hafa verið að birtast á liðnum mánuðum, en hér eru þær í smá samantekt, svona til einföldunar. Hægt er að lesa hverja grein fyrir sig með því að smella á myndirnar.





















Senda ábendingu