Flýtileiðir

Ull – lopi

Íslenskur lopi
Íslenskur lopi

Flestir veiðimenn kannast við stórar laxaflugur hnýttar úr ull og má þar nefna Frances og Snældu. Í þessar flugur hafa menn notað spunninn íslenskan lopa og þá helst Létt lopa. En það er hægt að gera ýmislegt fleira við lopann heldur en vefja honum sem garni á fluguna.

Íslenska ullin er þeim fágæta eiginleika búin að hún skiptist í tog og þel. Togið er gróft og ver kindina fyrir bleytu en þelið er fíngerðara og einangrandi. Takist manni að aðgreina þessar tvær tegundir frá hvor annarri, þá er maður komin með tvennskonar efni í dub með mjög mismunandi eiginleikum. Dub úr togi hrindir mjög vel frá sér vatni og hentar því sérstaklega vel í þurrflugur og hástæðar votflugur. Dub úr þeli er fíngert, dregur í sig vatn og hentar vel í kraga og vængstæði í púpur. Það sem sameinar þetta hvoru tveggja er að þetta er endingargott efni og heldur lit mjög vel.

Hvernig mönnum gengur síðan að aðgreina þessar tvær tegundir veltu mikið á þolinmæðinni, en það má alltaf nota fíngerðan vírbursta eða kamb til að draga togið úr lagðinum. Kannski er ég að tefla á tæpasta vaðið að miðla hér broti úr bókinni The Practical Fly Tyer eftir Royce Dam, en ég læt slag standa því umræddur kafli er aðgengilegur sem sýnishorn á Amazon, en í þessum kafla fjallar Royce um það hvernig útbúa má dub úr ull. Kaflan má einnig nálgast á PDF formi hér. Bókin í heild sinni er ein sú eigulegasta sem hnýtarar geta komist yfir.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com