Flýtileiðir

Páfugl – Peacock

Ekki er hægt að týna til greinar um fjaðrir án þess að láta páfuglsfjaðra getið. Peacock herl stendur okkur silungsveiðimönnunum afskaplega nærri því höfðingi silungaflugnanna, sjálfur Peacock er gerður úr þeim.

Þessar fíngerðu og viðkvæmu stélfjaðrir páfuglsins eru notaðar í búk á ótal gerðum flugna, vængi í þekktar straumflugur og sem fálmara eða skott á ótal púpum. Sérstæðir eiginleikar þessara fjaðra til að endurkasta ljósi í öllum regnbogans litum gefa þeim stórkostlega nýtingarmöguleika við fluguhnýtingar. Þessir eiginleikar gefa flugunum nýtt líf þegar þær skjótast um í vatninu og æra silunginn til töku.

Gæði þessara fjaðra eru nokkuð misjöfn og ef þær eiga að styðja við væng straumflugu og njóta sín til fullnustu er eins gott að vandað sé til valsins því fjaðrir í miðlungs og lægri gæðaflokkum eru mjög viðkvæmar, brotna gjarnan og endurkasta litlu ljósi. Bestu fjaðrirnar eru þær sem eru næst ‚auganu‘ í páfuglsstélinu og eru því mjög eftirsóttar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com