Flýtileiðir

Storkur – marabou

Marabou
Marabou

Hér er náttúrulega úr vöndu að ráða. Marabou er heitið á fjöðrum storksins og við tölum alltaf um að hnýta marabou flugur. Vandamálið, ef vandmál getur kallast, er að fjaðrirnar sem við kaupum í dag eru bara alls ekki af storki, heldur strút eða kalkún. Storkurinn er nefnilega alfriðaður um allan heim.  Leiðrétting: Marabou storkurinn er ekki alfriðaður þótt heimalönd hans mörg hver í S-Afríku séu skilgreind friðlönd. Hvað um það, við notum þessar fjaðrir í Nobblera, Damsel-flugur og í vængi stórra straumflugna til að fylla þá lífi.

Flestar þessara fjaðra eru litaðar úr hvítum og til í næstum eins mörgum litbrigðum og regnboginn. Þegar kemur að því að velja pakkningu er ágætt að hafa það í huga að við sækjumst eftir þéttum lit og áberandi. Lélegur litur í pakkningu verður bara ennþá lélegri þegar flugan blotnar.

Ummæli

03.03.2013 – Siggi Kr.Einhvernveginn finnst mér að það marabou sem við notum mest af komi af kalkún frekar en strút. Gæti það verið?

Svar: Jú, mikið rétt. Hlutfall kalkúns hefur aukist verulega (laumaðist til að bæta honum inn í greinina hér að ofan). Það má næstum orðið skipta marabou fjöðrum í tvennt; þær grófari með lengri fjöðurstaf koma af strútinum en þær fíngerðari af kalkún. Veniard hefur hin síðari ár lagt áherslu á kalkún á meðan Hareline hefur haldið sig að mestu við strútinn en Wapsi bíður hvoru tveggja.

04.03.2013 – Nafnlaus (því miður)Þú ert náttúrulega að tala um marabou stork ekki þann sem við köllum venjulega stork og kemur með börnin (http://en.wikipedia.org/wiki/Marabou_Stork). Eftir því sem ég kemst næst er hann ekki friðaður.

Svar: Nú hljóp ég á mig á internetinu, kærar þakkir fyrir ábendinguna. Ég sé ekki betur en þetta sé fullkomlega rétt hjá þér. Það er víst bara sá með bleyjuna sem er friðaður en ekki sá sem hefur verið pakkað í hnýtingarefni. Ég féll í þá gryfju að taka mark á einni heimild (Leland Fly Tying) tilvitnun; „It is now illegal to harvest the feathers from the species and…“ sem ekki reyndist áræðanlegri en þetta. Kærar þakkir enn og aftur.

2 svör við “Storkur – marabou”

 1. Siggi Kr Avatar

  Einhvernveginn finnst mér að það marabou sem við notum mest af komi af kalkún frekar en strút. Gæti það verið?

  Líkar við

 2. Avatar
  Nafnlaust

  Þú ert náttúrulega að tala um marabou stork ekki þann sem við köllum venjulega stork og kemur með börnin (http://en.wikipedia.org/wiki/Marabou_Stork). Eftir því sem ég kemst næst er hann ekki friðaður.

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com