
Stélfjaðrir eru af nokkrum mismunandi gerðum. Flestar eru þær samhverfar með ávölum endum og nýtast ágætlega í vængi á straumflugum eða skott á smærri flugum og púpum. Eins er ekki óalgengt að þær séu notaðar í þekju yfir vængstæði á púpum eða vængi.
Ég hef ekki hikað við að stinga á mig fallegum og umfram allt heillegum stélfjöðrum úti í náttúrunni og þá sérstaklega af andfuglum. Maður á aldrei of mikið af fjöðrum.

Önnur gerð stélfjaðra, s.k. sveig- eða sigðfjaðrir eru ekki síður algengar. Langsamlega þekktust þessara fjaðra er stélfjöður fasanans sem við þekkjum sem Pheasant Tail og er auðvitað notuð í samnefnda flugu. Fasanafjöður er ekki síður notuð í skott, fætur og fálmara ýmissa annarra flugna eins og svo margar aðrar stélfjaðrir.
Senda ábendingu