Flýtileiðir

Bygging fjaðra

Þegar maður stendur frammi fyrir heilu veggjunum af hnýtingarefni er stundum úr vöndu að ráða. Auðvitað væri stórkostlegt að geta einfaldlega keypt eina pakkningu af hverju, raða í skotið sitt heima og hnýtt allar flugur veraldar upp úr þessu efni. En maður þarf alls ekki að eignast allt til að geta hnýtt flest.

Eitt af því sem tók mig töluverðan tíma að átta mig á voru allar þessar nafnagiftir á fjöðrum, heilu hnakkastykkin af hönum og hænum frá ýmsum heimshornum. Satt best að segja leið töluverður tími þar til mér tókst að henda reiður á helstu tegundum fjaðra og í hvað best væri að nota hverja þeirra. Með þessum pistli, og nokkrum næstu, ætla ég að reyna að draga saman nokkur lykilatriði um fjaðrir, uppbyggingu þeirra og hvaðan af skepnunni þær koma.

Fjöður
Fjöður

Ekki eru allar fjaðrir eins. Þær eru eins misjafnar að gerð eins og staðirnir á fuglinum eru margir. Næst skinninu eru fíngerðar dúnfjaðrir en utar, í stéli, vængjum og á hálsi eru fan fjaðrir. Hver fjöður skiptist í geisla (A) enska:barbs sem vísa í sitthvora áttina út frá hryggnum (B) enska:rachins. Geislarnir eru alsettir krókum sem krækja þeim saman við næsta geisla og þannig mynda þeir fanir (C) enska:vane. Hver fjöður hefur því tvær fanir, eina sitt hvoru megin við hrygginn. Fanirnar geta verið nánast samhverfar á t.d. stél-, háls- og hnakkafjöðrum, en misstórar á vængfjöðrum. Minni og grófari fönin á vængfjöðrum nefnist biots upp á enska tungu (F).

Fíngerðustu geislarnir (D), næst fjöðurstafnum (E) mynda dún sem ver fuglinn fyrir kulda og raka. Dúnn er alls ekki á öllum fjöðrum, en sannanlega á öllum fuglum.

Galdurinn við fan fjaðrirnar er að fuglinn getur lagfært þær með því að renna þeim í gegnum gogginn og læsa krókunum aftur saman og fjöðrin fær þannig á sig upphaflegt form. Þetta getum við nýtt okkur líka til að lagfæra fjaðrir fyrir eða eftir hnýtingu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com