Flýtileiðir

Hnakkafjaðrir – hackles

Hnakkafjaðrir
Hnakkafjaðrir

Upp á íslensku hafa þessar fjaðrir verið nefndar háls- eða hnakkafjaðrir. Þessar fjaðrir hafa aftur á móti einfaldlega verið nefndar hackles upp á enska tungu og þá oft lítið skeytt um það hvort þær séu af hálsinum framanverðum, að aftan eða af hliðunum.

Helst eru þessar fjaðrir notaðar til að líkja eftir fótum eða útlimum skordýra eða einfaldlega til að auka á litbrigði og hreyfanleika flugunnar í vatninu. Bæði fjaðrirnar af karl- (hananum) og kvenfuglinum (hænunni) eru notaðar. Fjaðrir hænunnar eru oftar mýkri og gleypa frekar í sig vatn. Fyrsta flokks fjaðrir af hönum eru stífari og síður rakadrægar og þess vegna eru þær oftar notaðar í þurrflugur. Fjaðrir af sér-öldum fuglum sem ræktaðir eru sérstaklega til þess að gefa af sér þéttar, stífar og áferðafallegar fjaðrir eru gulls í gildi og einkum notaðar í þurrflugur. Síðri flokkar fjaðra eru einkum notaðar í skegg og skott á votflugum og púpum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com