Flýtileiðir

Hár

Hrosshár
Hrosshár

Ýmsar tegundir hárs eru notaðar í hnýtingar, einkum í vængi á stórum hárflugum eða þurrflugum. Algengustu tegundir hárs eru af dádýri, elg og hreindýri. Aðrar tegundir, fíngerðari eru t.d. kálfshár, íkorni og kanína og svo hérahár sem dub efni. Ekki er allt hár dýra eins og mismunandi eftir flugum hvaða eiginleikum menn sækjast eftir. Sem dæmi má nefna að menn sækjast eftir flotinu úr holum hárum elgsins og dádýrsins í þurrflugur á meðan menn sækjast eftir fíngerðu hári íkornans í skott á votflugum.

Hrosshár er einnig vinsælt til hnýtinga. Hrosshár er holt og flýtur því ágætlega og hentar vel í vængi á þurrflugur þó mun algengara sé að sjá það í uppskriftum fyrir stærri laxaflugur. Svo má alltaf prófa eitthvað nýtt, sjálfur hef ég hnýtt flugur eins og Hérann úr hrosshári sem kom bara ágætlega út. Það er um að gera að prófa sig áfram með efnið sem er næstum á hverjum girðingarstaur við vötnina okkar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com