Flýtileiðir

Sokkabuxur

Nei, þú ert ekki að misskilja fyrirsögnina. Sokkabuxur, þessar sem þvælast um í þurrkaranum innan um sokkana okkar strákanna, eru alveg tilvaldar til fluguhnýtinga. Þær eru alveg tilvaldar til að halda brjóstunum á Bobbingaflugum á sínum stað og ekki síðra efni í bak á púpum, helst rækjum. Mér skilst að líftími svona buxna sé frekar skammur og það falli alltaf eitthvað til af svona dóti, helst hjá konum. Þeir ykkar hnýtaranna sem ekki nota svona græjur sjálfir, endilega setjið inn pöntun hjá kunnugum fyrir svona græjum, helst í mismunandi litum. Athugið: netsokkabuxur hafa takmarkað notagildi við hnýtingar. Þú getur lesið meira um Bobbingaflugur á blogginu hans Svarta Zulu hérna.

Ummæli

21.07.2012 – Þórunn BjörkAha….þetta útskýrir ýmislegt…..en,…í hvað notaðir þú þá netsokkabuxurnar?

Svar: Við ræðum þetta bara á koddanum, frú mín góð.

2 svör við “Sokkabuxur”

  1. Þórunn Avatar
    Þórunn

    Aha….þetta útskýrir ýmislegt…..en,…í hvað notaðir þú þá netsokkabuxurnar?

    Líkar við

  2. Dubb « FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] nú upp verðlista fyrir flugur konunnar; 1.stk maskarabursti, sýnishorn úr prjónakörfunni, sokkabuxur og í rauninni allt sem ykkur dettur í hug að nota við hnýtingar og liggur á yfirráðasvæði […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com