
Núna, þegar maður er farinn að kíkja á hnýtingarsettið, taka það fram og byrja jafnvel að hnýta fyrir næstu vertíð, þá finnst mér ágætt að kíkja yfir nokkra punkta og ábendingar. Ég laumaði hér einu sinni inn ábendingu um að útbúa sína eigin dub-bursta úr íspinnaspýtu og mis grófum sandpappír. Annað áhald sem hentar ágætlega við dub’ið er maskara bursti. Mér sýnist flestar konur eigi svona græju sem endurnýjast víst með hverjum maskara sem keyptur er. Það er einfalt mál að þrífa svona bursta og þá er hann alveg tilvalinn til að ýfa dubbið aðeins á flugunum. Setjið nú upp verðlista fyrir flugur konunnar; 1.stk maskarabursti, sýnishorn úr prjónakörfunni, sokkabuxur og í rauninni allt sem ykkur dettur í hug að nota við hnýtingar og liggur á yfirráðasvæði konunnar.