
Nú er lag að skreppa út í búð og slá tvær flugur í einu höggi; kaupa sér einhvern gómsætan íspinna og útbúa sér síðan þjöl / rasp til að framleiða og ýfa dub’ið í flugurnar. Það er óðs-manns æði að eiga öll litbrigði og grófleika dub’efnis fyrir fluguhnýtingarnar og því getur komið sér vel að geta kíkt í prjónakörfuna og næla sér í al-íslenska ull eða erlent gerfiefni. Með svona áhaldi, sem er útbúið úr íspinnaspýtu og álímdum sandpappír er tiltölulega einfalt að verða sér úti um öll möguleg afbrigði dub’efnis. Eins er frábært að hafa þetta við hendina þegar kemur að því að ýfa dub’ið aðeins þegar það er komið á fluguna. Mínir pinnar eru með sandpappír #120 öðru megin en #80 hinu megin, það er líka fínt að hafa það gróft.
Þetta er algjör snilld, enda kosta döbb-burstar alltof mikið miðað við framleiðslukostnað.
Ég fór í Vogue í mörkinni (sem er snilldar búð fyrir hnýtarann) og keypti franskan rennilás, það er lím öðrumegin og hann rífur vel í. Svo slít ég dubbið (yfirleitt kanína) í þá lengd sem ég vil hafa á hárunum.