Gúmmílappir á flugur auka verulega á aðdráttarafl þeirra í vatni og eru fáanlegar í ýmsum útfærslum. En það er ekki sama hvaða teygjur menn nota, þær þurfa að vera hæfilega stífar og umfram allt, rúnaðar. Fyrir þá sem vilja prófa, án þess að þræða allar veiðibúðir bæjarins, þá er ágætur möguleiki á að finna heppilega teygju úti í bílskúr. Kerruteygjur innihalda oft fínar teygjur og ef þú ert heppinn, í ýmsum litum. Kíktu á trosnuðu teygjurnar og athugaður hvort ekki þurfi að stytta þær um eins og 10 sm.
Senda ábendingu