Vængfjaðrir – wings

Vængfjaðrir
Vængfjaðrir

Algengast er að vængfjaðrir séu notaðar í vængi litskrúðugra straumflugna, skrautflugur. Vegna þess að flestar vængfjaðrir eru ekki samhverfar verður hnýtarinn að gæta þess vel að hann eigi í það minnsta tvær eins fjaðrir af sitt hvorum væng fuglsins. Annars er hætt við að honum takist illa að fá gott lag á vænginn. Best er að skoða pakkningarnar vel í versluninni þannig að tryggt sé að menn sitji ekki uppi með aðeins vinstri eða hægri fjaðrir í hverjum lit.

Vængir flugna eru yfirleitt teknir úr neðra birgði fjöður og oft vill þá hnýtarinn sitja uppi með stífari helming hennar (biots) þegar fullnýtt er. Allt of oft verður lítið úr því að nýta þetta efni og því einfaldlega fargað. Það er engin ástæða til þessa, því margar snilldar púpur hafa verið hnýttar úr þessu efni. Ég fer nánar út í það síðar.

En ekki eru allar vængfjaðrir jafn grófar og þær sem hér eru sýndar. Vængfjaðrir stokkandar enska:mallard ásamt fleiri andfuglum eru mikið notaðar í þurrflugur eða smærri votflugur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com