FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Ótækt verðmat

    9. nóvember 2016
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Það er sagt að þriðjungur þjóðarinnar leggi stund á stangveiði að einhverju marki. Þegar maður fer að hugsa út í þetta, þá er þetta skuggalega hátt hlutfall, með því langhæsta sem þekkist í heiminum. Stundum efast ég um að þetta sé fyllilega rétt og mögulega sé hér talið skv. venju lítilla þjóða sem vilja leynt og ljóst verða stórasta land í heimi. Getur verið að hér sé allt talið til, stakir veiðimenn sem fara t.d. einu sinni á ári með börnin eða barnabörnin í einhverja sleppitjörn eða getur verið að við séum að telja með erlenda veiðimenn sem  drepa hér niður fæti fáeina daga á ári og kíkja í lax?

    Kannski eru þetta óþarfa vangaveltur hjá mér og kannski er það virkilega þriðjungur þjóðarinnar sem stundar stangveiði að einhverju marki. Þá get ég bara sett punktinn hér og látið allar frekari vangaveltur lönd og leið, eða hvað? Ef þriðjungur þjóðarinnar telur sig til stangveiðimanna, þá er grátlegt hve hljóður þessi hópur er þegar kemur að því að standa vörð um sportið og láta í sér heyra þegar náttúrunni okkar er ógnað af fyrirhuguðu fiskeldi í sjókvíum við strendur landsins. Því miður virðist það svo vera að háværustu andmælin komi úr röðum aðila sem hafa beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta af stangveiði. Það er illa fyrir þjóð komið ef aðeins peningaleg gildi ná upp á yfirborðið í umræðunni.  Það heyrist allt of lítið í hinum almenna veiðimanni sem hefur, þegar öllu er á botninn hvolft, miklu meiri hagsmuna að gæta heldur en nokkur veiðileyfasali getur sett verðmiða á. Þær eru óteljandi stundirnar sem maður hefur átt í veiði hér á landi, stundir sem aldrei verða metnar til fjár. Og merkilegt nokk, þetta eru gæðastundir sem ég hef varið við annað en laxveiði. Silungastofnum stendur ekkert síður ógn af þessum ófögnuði sem sjókvíaeldið er. Öll mengun á strandsvæðum, hvort sem hún stafar af laxalús, smitsjúkdómum, snýkjudýrum, lífrænum úrgangi eða ólífrænum, er ógn við fiskistofna og lífríkið í heild sinni.

    Ómetanlegt
    Ómetanlegt

    Sú ógn sjókvíaeldis sem helst hefur verið haldið á lofti er hættan á erfðamengun Íslenskra laxastofna. Þótt laxastofnum yrði hlíft við mögulegri erfðablöndun, þá situr eftir meiri sóðaskapur í umhverfismálum heldur en áður hefur sést við strendur þessa lands og þar liggja hagsmunir allrar þjóðarinnar undir. Það slys yrði stærra en svo að unnt er að setja á það verðmiða og einmitt þess vegna virðist vera ómögulegt að koma því upp á yfirborðið í umræðunni. Mig langar sérstaklega að benda á grein Erlendar Steinars Friðrikssonar, Umfang og áhrif fyrirhugaðs sjókvíaeldis á norskum laxi á Eyjafirði. Sú umfjöllun ætti að vekja menn til umhugsunar.

    Hver sá sem hefur notið þess að skreppa í veiði eða óskar þess að afkomendur hans eigi þess kost þegar fram líða stundir ætti að taka afstöðu til þess hvort skammtímagróði fárra sé þessum hlunnindum meirihlutans æðri. Að sama skapi ætti hin almenni veiðimaður að standa vörð um aðgengi sitt að ómengaðri arfleið landsins án þess að þurfa að gjalda fyrir það skv. verðmati sem unnið er upp úr arðsemisútreikningum talnaspekinga á snærum innlendra eða erlendra aurapúka. Sumt verður einfaldlega aldrei metið til fjár og virðist því aldrei geta staðist samanburð við krónur og aura, hvað þá dollara eða norskar krónur.

    Að þessu sögðu verð ég að játa að ég get vel sett mig í spor þeirra íbúa sjávarþorpa úti á landi sem sjá fram á bjartari tíma við uppbyggingu fyrirhugaðs fiskeldis. En það þarf enga sérfræðinga að sunnan til að segja heimamönnum hvað sé náttúrunni eða buddunni þeirra fyrir bestu, þeir eru skarpari en svo. Heimamenn hafa séð hrun og ris fiskistofna með eigin augum, fundið það á eigin skinni þegar náttúrunni er raskað. Íslendingar eru úrræðagóð þjóð og sú ráðsnilld ætti að duga til koma á laggirnar öðrum atvinnutækifærum heldur en innflutningi erlendrar stóriðju, sama hvort hún fæst við málmbræðslu eða sjókvíaeldi. Hingað til hefur stóriðja laðast að fallvötnum okkar og ónýttum losunarkvóta og nú stendur til að bæta ósnortnum strandsvæðum okkar á þennan óskalista erlendra iðjuhölda. Því miður er útlit fyrir að engin breyting verði á skilum þeirra til Íslenska þjóðarbúsins, þau felast fyrst og fremst í þurrmjólkun okkar einstöku náttúru sem tekin verður út í reikning komandi kynslóða. Finnum raunhæfar leiðir til að skjóta stoðum undir hnignandi byggðir á Íslandi, segjum nei við stóriðju, sama hvaða nafni hún nefnist.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Virkjun í Vatnadal

    6. nóvember 2016
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Enn held ég áfram sögu minni úr Vatnadal með því að fikra mig eftir þessum ímyndaða dal. Sagan rennur fram dalinn og er nú komin miðja vegu til sjávar. Koma þá til sögunnar framkvæmdir sem allt eins gætu átt sér stað í dag.

    Íslensk orkufyrirtæki veigra sér ekki við að auglýsa til sölu umhverfisvæna, endurnýjanlega orku. Hér eru fallvötn virkjuð eins og engir aðrir kostir séu í stöðunni vilji menn halda byggð í landinu. Skiptir þá engu hvort umhverfi eða lífríki verði fyrir barðinu á virkjunum og sífellt virðist vera þörf á að virkja, meira aðkallandi að sökkva landi undir lón, snortnu eða ósnortnu. Orka er seld áður en virkjanakostir eru samþykktir og til að skera framkvæmdaraðila úr snörunni eru kostirnir færðir úr verndarflokki í nýtingarflokk gegn loforðum og gylliboðum um mótvægisaðgerðir sem þó eru aðeins til á teikniborðinu.

    vatnadalur_3

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Morgunkossar

    2. nóvember 2016
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Ég er svolítill veikur fyrir rómantískum gamanmyndum, tek þær gjarnan framyfir hasarmyndir eftir langa vinnuviku og nýt þess að glápa og glotta yfir þeim á meðan ég tæmi hugann. Eitt er það samt sem ég skil ekki í þessum myndum og það er þegar ástfangna parið vaknar að morgni með hárið óaðfinnanlegt, hún með varalitinn ennþá á sínum stað og ekki vottur af krumpu á gæjanum, og svo kyssast þau. Hvað er eiginlega að mér, ég vakna yfirleitt sem ein allsherjar andfúl krumpa þannig að mér dettur ekki til hugar að leggja það á konuna að kyssa hana svona í morgunsárið. Svo veit ég líka að hún mundi frekar kjósa svona kossa eins og sjá má í morgunstillunum á vötnunum þegar silungurinn er að pikka eina og eina flugu af yfirborðinu. En hvað er þetta eiginlega sem fiskurinn er að éta?

    fos_frostastadavatn_vokur2

    Þessar örfínu uppitökur að morgni eru yfirleitt kallaðar kiss upp á enska tungu eða nebbing sem er eiginlega réttara, því það er rétt aðeins snjáldrið á fiskinum sem kemur upp að yfirborðinu. Ég hef reynt við svona morgunkossa með þurrflugum í ætt við þær flugur sem ég sá í lofti. Það voru væntanlega fyrstu og stærstu mistökin sem ég gat gert. Ég horfði á toppflugu, rykmý eða aðrar ágengar flugur og valdi mér þurrflugu í samræmi; Black Gnat, Adams eða Blue Quill. Allt vel hærðar, vængjaðar þurrflugur sem sátu fallega á vatninu og nutu akkúrat engrar athygli silungsins. Það var svo ekki alls fyrir löngu að ég rakst á skýringuna í erlendu tímariti. Í mörgum tilfellum er fiskurinn bara alls ekkert á höttunum eftir fullvaxta flugu, hann er að pikka upp óþroska einstaklinga sem hafa orðið eftir í yfirborðinu þegar klakið var um garð gengið. Mér hefði verið nær að velja flugu eins og Bibio Hopper með topp, einhverja sem hangir hálf niður úr vatnsfilmunni og leikur sig alveg steindauða eða örmagna. Svona hef ég nú alveg misskilið þessa morgunkossa í gegnum tíðina.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Áveitan í Vatnadal

    30. október 2016
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Þau eru mörg vötnin á Íslandi sem hafa verið nýtt til annars en fiskinytja. Tilbúna vatnið mitt, Vatn í Vatnadal er eitt þeirra. Hér á landi hefur það tíðkast um áratuga skeið að stífla útrennsli vatna til áveitu, vatnsmiðlunar eða virkjana. Þeir eru ófáir fiskistofnarnir sem hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir þessum mannanna verkum og fá vötn hafa verið endurheimt úr klóm virkjana hér á landi. Við Íslendingar erum miklir eftirbátar nágranna okkar í þessum málum, sérstaklega þeirra í vestri. Á sama tíma og við teljum okkur meðal fremstu þjóða í náttúruvernd, þá gerum við lítið sem ekkert til að endurheimta fiskvegi þar sem þeir hafa verið stíflaðir.

    vatnadalur_2

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Getur einhver átt flugu?

    26. október 2016
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Við erum eflaust margir sem fylgjumst með veiðifréttum hinu megin af hnettinum, t.d. Nýja Sjálandi. Um daginn hnaut ég um skemmtilega samantekt á mögnuðum flugum í vorveiðina, vorið var einmitt að ganga í garð hjá þeim þarna hinu megin um daginn. Ein flugan þar snart mig sérstaklega, ekki vegna þess að hún kæmi mér á óvart, öðru nær.

    Flugunni var lýst nokkurn veginn þannig að hún væri oftast hnýtt í stærð 10 til 18, alltaf með kúluhaus þannig að hún væri meira áberandi í vatninu og ætti auðveldara með að komast til botns, sérstaklega ef hnýtt með tungsten kúlu. Skoppandi eftir botninum, líkti hún m.a. eftir vorflugulirfu og væri ómótstæðileg í augum urriðans. Í greininni var heimavöllur flugunnar sagður Nýja Sjáland þar sem urriðinn væri almennt talinn með fælnustu fiskum sem fyndust í lífríkinu.

    Það laumaðist örlítið glott á mig þegar nafngreindum höfundi flugunnar var hrósað fyrir einfaldleik hennar og bráðdrepandi áhrifum á urriðann. Sem sagt, þarna hinu megin á hnettinum gengur þessi nýja fluga undir nafninu Hare and Copper og lítur svona út:

    fos_hareandcopper

    Ef hún kemur einhverjum kunnuglega fyrir sjónir, þá er það trúlega vegna þess að hér heima gengur þessi fluga undir heitinu Hérinn og er hreint ekki ný af nálinni. Á prent komst þessi fluga fyrst árið 2009 í bókinni Silungaflugur í náttúru Íslands þar sem Jón Aðalsteinn Þorgeirsson segir hana alltaf veiða.

    fos_herinn_big

    Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að þetta afbrigði af Héraeyra væri einhver heimatilbúningur okkar á norðurhjara, en vitaskuld þarf það ekki svo að vera. En eitt er víst, þetta er hreint ekki ný fluga af nálinni og tæplega hægt að eigna hana einhverjum einum hnýtara. Þessari flugu, rétt eins og svo mörgum öðrum, hefur skotið niður í kollinn á einhverjum góðum manni og það sem getur skotist í kollinn hjá einum, getur alveg eins skotist í koll annars án þess að nokkur tenging sé þar á milli.

    Stundum velti ég því fyrir mér hve margir hnýtarar hafi dundað við nýja, stórkostlega flugu sem raðar inn fiskum en síðar komist að því að einhver Jón eða John hefur þegar útfært sömu fluguna og jafnvel fengið einkaleyfi á henni. Hversu súrt ætli það sé?

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Sögur úr Vatnadal

    23. október 2016
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Það er ýmislegt sem maður finnur sér til dundurs þegar stangveiðitímabilinu lýkur. Hugurinn reikar víða og ósjálfrátt smitast hann af því sem efst er á baugi í fréttum. Nýlega staðfest Alþingi Íslendinga Parísarsamkomulagið svokallaða með hægri hendinni á meðan sú vinstri hélt áfram að skrúfa frá losun gróðurhúsalofttegunda. Lítið sem ekkert fer fyrir mótvægisaðgerðum, s.s. endurheimt votlendis en þeim mun meira fyrir aukinni orkuframleiðslu til stóriðju og úthlutun heimilda til gríðarlegrar aukningar á losun lífrænna úrgangsefna við strendur landsins.

    Til að setja einhverjar þessara hugleiðinga minna í samhengi, upphugsaði ég dal einn á Íslandi. Eins og allir dalir í ævintýrum, þá er þessi dalur einstaklega fagur og miklum kostum búinn. Ég kýs að kalla hann Vatnadal, en hann gæti heitið hverju nafni sem er því hann á sér svo ótrúlega marga þjáningarbræður hér á landi í einni eða annarri mynd.

    En hvernig dalur er Vatnadalur? Til að kynna hann til leiks er hér smá inngangur að þremur sögum úr Vatnadal.

    vatnadalur_1

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 75 76 77 78 79 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar