Af mörgum talin einhver mest alhliða þurrfluga sem komið hefur fram. Hún er ekki eyrnamerkt neinni ákveðinni tegund skordýra en hefur sannað sig undir ýmsum kringumstæðum. Margir veiðimenn velja þessa flugu sem ‘fyrstu’ fluguna þegar þeir reyna fyrir sér þar sem lítið eða ókunnugt klak á sér stað.

Flugan kom fyrst fram upp úr 1920 þegar höfundur hennar, Leonard Halladay hnýtti hana fyrst fyrir Charles nokkurn Adams sem fékk fluguna í höfuðið, þ.e. nafn hennar.

Uppskriftin sem fylgir er sú upprunalega, en eins og margar eldri flugur hefur efnisval manna breyst nokkuð í meðförum með árunum.

Höfundur: Leonard Halladay
Öngull: Þurrfluguöngull 10 – 24
Þráður: Grár 6/0
Skott: Blandað hár úr grá- og brúnbirni
Búkur: grátt dub
Kragi: Blandaðar gráar og brúnar þurrflugufjaðrir
Vængur: Hænufjaðrir, uppréttar
Haus: létt lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14,16

Hér gefur að líta ágætt myndband frá Tightline Production þar sem handbragðið er sýnt

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.