Flestir sem stundað hafa Laxá í Aðaldal og silungavötnin norðan heiða þekkja Bibio og Galdralöpp Jóns Aðalsteins sem fyrirtaks agn þegar Galdralöppina hrekur út á vötnin og silungurinn veður í henni. En flugurnar sem bera Bibio nafnið eru reyndar svo margar að vart verður þverfótað fyrir þeim, í það minnsta erlendis.
Upprunalegu Bibio fluguna má rekja til 6. áratugs síðustu aldar á eyjuna grænu, Írlands og hún er í flokki með Hawtorn og Black Gnat þurrflugunum þegar kemur að því að leggja flugu fyrir silung síðla sumars þegar Bibio pomonae (Galdralöpp) missir flugið og hlussast niður á vatnið.
Höfundur upprunalegu útgáfunnar: Charles Roberts
Öngull: Grubber #10
Þráður: Svartur 8/0
Vöf: med. tinsel
Búkur: svart dub (selur)
Fætur: hnýttar Pheasant Tail fjaðrir
Frambolur: svart og rautt dub
Vængur: Globright garn
Hringvöf: svartar hanafjaðrir
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10 | 10 |
Hér gefur síðan að líta Davie McPhail fara höndum um hráefnið og galdra fram Bibio Hopper eins og honum einum er lagið.
Ummæli
30.11.2012 – Hilmar: Djö lízt mér vel á þessa Ertu búinn að prófað að hnýta eintak?
mbk, Hilmar
Svar: Já, finnst þér ekki? 🙂 Það er bara eins og allir séu að spá í þessa flugu núna. Ég er svo sem búinn að prófa og þetta er allt alveg að koma hjá mér. Átti í smá basli með hnýttu lappirnar þannig að ég skoðaði vel og vandlega þessa klippu:
Djö lízt mér vel á þessa 🙂 Ertu búinn að prófað að hnýta eintak?
mbk
Hilmar