Flestir sem stundað hafa Laxá í Aðaldal og silungavötnin norðan heiða þekkja Bibio og Galdralöpp Jóns Aðalsteins sem fyrirtaks agn þegar Galdralöppina hrekur út á vötnin og silungurinn veður í henni. En flugurnar sem bera Bibio nafnið eru reyndar svo margar að vart verður þverfótað fyrir þeim, í það minnsta erlendis.

Upprunalegu Bibio fluguna má rekja til 6. áratugs síðustu aldar á eyjuna grænu, Írlands og hún er í flokki með Hawtorn og Black Gnat þurrflugunum þegar kemur að því að leggja flugu fyrir silung síðla sumars þegar Bibio pomonae (Galdralöpp) missir flugið og hlussast niður á vatnið.

Höfundur upprunalegu útgáfunnar: Charles Roberts
Öngull: Grubber #10
Þráður: Svartur 8/0
Vöf: med. tinsel
Búkur: svart dub (selur)
Fætur: hnýttar Pheasant Tail fjaðrir
Frambolur: svart og rautt dub
Vængur: Globright garn
Hringvöf: svartar hanafjaðrir

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10 10

Hér gefur síðan að líta Davie McPhail fara höndum um hráefnið og galdra fram Bibio Hopper eins og honum einum er lagið.

Ummæli

30.11.2012 – Hilmar: Djö lízt mér vel á þessa :) Ertu búinn að prófað að hnýta eintak?

mbk, Hilmar

SvarJá, finnst þér ekki? 🙂 Það er bara eins og allir séu að spá í þessa flugu núna. Ég er svo sem búinn að prófa og þetta er allt alveg að koma hjá mér. Átti í smá basli með hnýttu lappirnar þannig að ég skoðaði vel og vandlega þessa klippu:

2 Athugasemdir

  1. Djö lízt mér vel á þessa 🙂 Ertu búinn að prófað að hnýta eintak?

    mbk

    Hilmar

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.