Virkjun í Vatnadal

Enn held ég áfram sögu minni úr Vatnadal með því að fikra mig eftir þessum ímyndaða dal. Sagan rennur fram dalinn og er nú komin miðja vegu til sjávar. Koma þá til sögunnar framkvæmdir sem allt eins gætu átt sér stað í dag.

Íslensk orkufyrirtæki veigra sér ekki við að auglýsa til sölu umhverfisvæna, endurnýjanlega orku. Hér eru fallvötn virkjuð eins og engir aðrir kostir séu í stöðunni vilji menn halda byggð í landinu. Skiptir þá engu hvort umhverfi eða lífríki verði fyrir barðinu á virkjunum og sífellt virðist vera þörf á að virkja, meira aðkallandi að sökkva landi undir lón, snortnu eða ósnortnu. Orka er seld áður en virkjanakostir eru samþykktir og til að skera framkvæmdaraðila úr snörunni eru kostirnir færðir úr verndarflokki í nýtingarflokk gegn loforðum og gylliboðum um mótvægisaðgerðir sem þó eru aðeins til á teikniborðinu.

vatnadalur_3

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com