Morgunkossar

Ég er svolítill veikur fyrir rómantískum gamanmyndum, tek þær gjarnan framyfir hasarmyndir eftir langa vinnuviku og nýt þess að glápa og glotta yfir þeim á meðan ég tæmi hugann. Eitt er það samt sem ég skil ekki í þessum myndum og það er þegar ástfangna parið vaknar að morgni með hárið óaðfinnanlegt, hún með varalitinn ennþá á sínum stað og ekki vottur af krumpu á gæjanum, og svo kyssast þau. Hvað er eiginlega að mér, ég vakna yfirleitt sem ein allsherjar andfúl krumpa þannig að mér dettur ekki til hugar að leggja það á konuna að kyssa hana svona í morgunsárið. Svo veit ég líka að hún mundi frekar kjósa svona kossa eins og sjá má í morgunstillunum á vötnunum þegar silungurinn er að pikka eina og eina flugu af yfirborðinu. En hvað er þetta eiginlega sem fiskurinn er að éta?

fos_frostastadavatn_vokur2

Þessar örfínu uppitökur að morgni eru yfirleitt kallaðar kiss upp á enska tungu eða nebbing sem er eiginlega réttara, því það er rétt aðeins snjáldrið á fiskinum sem kemur upp að yfirborðinu. Ég hef reynt við svona morgunkossa með þurrflugum í ætt við þær flugur sem ég sá í lofti. Það voru væntanlega fyrstu og stærstu mistökin sem ég gat gert. Ég horfði á toppflugu, rykmý eða aðrar ágengar flugur og valdi mér þurrflugu í samræmi; Black Gnat, Adams eða Blue Quill. Allt vel hærðar, vængjaðar þurrflugur sem sátu fallega á vatninu og nutu akkúrat engrar athygli silungsins. Það var svo ekki alls fyrir löngu að ég rakst á skýringuna í erlendu tímariti. Í mörgum tilfellum er fiskurinn bara alls ekkert á höttunum eftir fullvaxta flugu, hann er að pikka upp óþroska einstaklinga sem hafa orðið eftir í yfirborðinu þegar klakið var um garð gengið. Mér hefði verið nær að velja flugu eins og Bibio Hopper með topp, einhverja sem hangir hálf niður úr vatnsfilmunni og leikur sig alveg steindauða eða örmagna. Svona hef ég nú alveg misskilið þessa morgunkossa í gegnum tíðina.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com