Eftirlíking dægurflugunnar og með þeim betri ef mér leyfist að segja sem svo. Hefur verið viðloðandi flugubox veiðimanna svo lengi sem elstu menn muna.

Einhverra hluta vegna hafa not hennar hér á Íslandi verið takmörkuð í gegnum tíðina en hin síðari ár hefur hún sótt í sig veðrið, e.t.v. með auknum áhuga innlendra veiðimanna á fluguboxum þeirra erlendu sem heimsækja Ísland og gera góða veiði.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 16
Þráður: Grár eða brúnn 6/0
Skott: Móbrúnar fjaðrir Nokkrar gráar fjaðrir
Vöf: fínn silfurvír Nei
Búkur: Móbrúnt dub Strípaður páfugls fjaðrastafur
Kragi: Móbrúnar fjaðrir Gráar hackle fjaðrir
Vængur: hænufjaðrir, aðskildar Stokkönd
Haus: Lítið eða ekkert lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14

Ummæli

22.11.2012 – Hilmar: Sæll félagi. Glæsilegt framtak með fluguuppskriftar updatið þitt um daginn.

En þar sem ég hef nú soldið verið að stúdera þurrfluguhnýtingar, verð ég aðeins að mótmæla uppskriftinni hér á blue quill. Ég mundi telja að þetta væri nærri lagi:

Þráður: brúnn eða grár
Skott: nokkrar gráar fjaðrir
Vöf: nei
Búkur: Strípaður páfugls fjaðrastafur (striped peacock quill). Menn nota ýmis trix til að ná þessu,t.d. strokleður, skurðhníf en sumir vilja meina að neglur okkar dugi. Mér líst best á þetta: 

Kragi: gráar hackle fjaðrir
Vængur: Stokkönd
Haus: sammála þér.

mbk
Hilmar

Svar: Loksins, loksins, loksins, takk Hilmar. Svona getur farið fyrir manni þegar maður lepur uppskriftir upp af netinu án þess að sannreyna þær að einhverju viti. Eftir að hafa skoðað þína útfærslu get ég ekki annað en verið sammála og þakklátur þér fyrir þessa athugasemd. Kærar þakkir fyrir, ég leyfi mér að leiðrétta fyrri skrif með þínum.

Bestu kveðjur,

Kristján

2 Athugasemdir

 1. Sæll Félagi.

  Glæsilegt framtak með fluguuppskriftar updatið þitt um daginn.

  En þar sem ég hef nú soldið verið að stúdera þurrfluguhnýtingar, verð ég aðeins að mótmæla uppskriftinni hér á blue quill.

  Ég mundi telja að þetta væri nærri lagi.
  Þráður: brúnn eða grár
  Skott: nokkrar gráar fjaðrir
  Vöf: nei
  Búkur: Strípaður páfugls fjaðrastafur (striped peacock quill). Menn nota ýmis trix til að ná þessu,t.d. strokleður, skurðhníf en sumir vilja meina að neglur okkar dugi. Mér líst best á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=wCUFskWaKzc;feature=player_embedded

  Kragi: gráar hackle fjaðrir
  Vængur: Stokkönd
  Haus: sammála þér.

  mbk
  Hilmar

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.