Við erum eflaust margir sem fylgjumst með veiðifréttum hinu megin af hnettinum, t.d. Nýja Sjálandi. Um daginn hnaut ég um skemmtilega samantekt á mögnuðum flugum í vorveiðina, vorið var einmitt að ganga í garð hjá þeim þarna hinu megin um daginn. Ein flugan þar snart mig sérstaklega, ekki vegna þess að hún kæmi mér á óvart, öðru nær.

Flugunni var lýst nokkurn veginn þannig að hún væri oftast hnýtt í stærð 10 til 18, alltaf með kúluhaus þannig að hún væri meira áberandi í vatninu og ætti auðveldara með að komast til botns, sérstaklega ef hnýtt með tungsten kúlu. Skoppandi eftir botninum, líkti hún m.a. eftir vorflugulirfu og væri ómótstæðileg í augum urriðans. Í greininni var heimavöllur flugunnar sagður Nýja Sjáland þar sem urriðinn væri almennt talinn með fælnustu fiskum sem fyndust í lífríkinu.

Það laumaðist örlítið glott á mig þegar nafngreindum höfundi flugunnar var hrósað fyrir einfaldleik hennar og bráðdrepandi áhrifum á urriðann. Sem sagt, þarna hinu megin á hnettinum gengur þessi nýja fluga undir nafninu Hare and Copper og lítur svona út:

fos_hareandcopper

Ef hún kemur einhverjum kunnuglega fyrir sjónir, þá er það trúlega vegna þess að hér heima gengur þessi fluga undir heitinu Hérinn og er hreint ekki ný af nálinni. Á prent komst þessi fluga fyrst árið 2009 í bókinni Silungaflugur í náttúru Íslands þar sem Jón Aðalsteinn Þorgeirsson segir hana alltaf veiða.

fos_herinn_big

Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að þetta afbrigði af Héraeyra væri einhver heimatilbúningur okkar á norðurhjara, en vitaskuld þarf það ekki svo að vera. En eitt er víst, þetta er hreint ekki ný fluga af nálinni og tæplega hægt að eigna hana einhverjum einum hnýtara. Þessari flugu, rétt eins og svo mörgum öðrum, hefur skotið niður í kollinn á einhverjum góðum manni og það sem getur skotist í kollinn hjá einum, getur alveg eins skotist í koll annars án þess að nokkur tenging sé þar á milli.

Stundum velti ég því fyrir mér hve margir hnýtarar hafi dundað við nýja, stórkostlega flugu sem raðar inn fiskum en síðar komist að því að einhver Jón eða John hefur þegar útfært sömu fluguna og jafnvel fengið einkaleyfi á henni. Hversu súrt ætli það sé?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.