Það er ýmislegt sem maður finnur sér til dundurs þegar stangveiðitímabilinu lýkur. Hugurinn reikar víða og ósjálfrátt smitast hann af því sem efst er á baugi í fréttum. Nýlega staðfest Alþingi Íslendinga Parísarsamkomulagið svokallaða með hægri hendinni á meðan sú vinstri hélt áfram að skrúfa frá losun gróðurhúsalofttegunda. Lítið sem ekkert fer fyrir mótvægisaðgerðum, s.s. endurheimt votlendis en þeim mun meira fyrir aukinni orkuframleiðslu til stóriðju og úthlutun heimilda til gríðarlegrar aukningar á losun lífrænna úrgangsefna við strendur landsins.
Til að setja einhverjar þessara hugleiðinga minna í samhengi, upphugsaði ég dal einn á Íslandi. Eins og allir dalir í ævintýrum, þá er þessi dalur einstaklega fagur og miklum kostum búinn. Ég kýs að kalla hann Vatnadal, en hann gæti heitið hverju nafni sem er því hann á sér svo ótrúlega marga þjáningarbræður hér á landi í einni eða annarri mynd.
En hvernig dalur er Vatnadalur? Til að kynna hann til leiks er hér smá inngangur að þremur sögum úr Vatnadal.
Senda ábendingu